Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lög um jöfnun lífeyrisréttinda mikil vonbrigði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2016 20:00 Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira