Kári sakar alþingismenn um að vera ekki lengur fulltrúar þjóðarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Kári Stefánsson. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson gagnrýnir alla stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi harðlega fyrir að fjársvelta heilbrigðiskerfið, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar spyr hann hvort þingið ætli að reka rýting í bak þjóðarinnar, en í greininni lýsir hann reynslu fjölskyldu sinnar af kerfinu. Kári lýsir því hvernig hann fékk símtal um miðja nótt þar sem honum var tilkynnt að fárveik systir hans sem lá inn á gjörgæslu á Hringbraut yrði flutt yfir á gjörgæsluna á Fossvogi vegna þess að ekki væri nægur mannskapur á Hringbraut til þess að sinna henni. Læknir á deildinni hefði tjáð Kára að það þyrfti þrátt fyrir að það fæli í sér gríðarlega áhættu fyrir sjúklinginn einfaldlega vegna þess að ekki væri annað hægt vegna ástandsins á spítalanum. Kári telur að samþykki Alþingi núverandi fjárlagafrumvarp óbreytt reki það rýting í bak þjóðarinnar. Hann segir það ótrúlegt að sá möguleiki sé fyrir hendi örfáum vikum eftir kosningar þar sem allir flokkar hafi lofað endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann gagnrýnir Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að efast um sannleiksgildi nýlegra mynda frá landsspítalanum sem sýna plássleysi sjúklinga og líkir veru þingmannsins á Alþingi við veru kanarífugls í námugöngum. Kári segir að svo virðist vera sem þorri þingmanna sem áður voru á því að endurreisa þyrfti heilbrigðiskerfið sé nú kominn á þá skoðun að þjóðin sé að ýkja vandann. Að lokum spyr Kári hvað þjóðin eigi að gera við þá sem virðast ekki lengur vera fulltrúar þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Kári Stefánsson gagnrýnir alla stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi harðlega fyrir að fjársvelta heilbrigðiskerfið, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar spyr hann hvort þingið ætli að reka rýting í bak þjóðarinnar, en í greininni lýsir hann reynslu fjölskyldu sinnar af kerfinu. Kári lýsir því hvernig hann fékk símtal um miðja nótt þar sem honum var tilkynnt að fárveik systir hans sem lá inn á gjörgæslu á Hringbraut yrði flutt yfir á gjörgæsluna á Fossvogi vegna þess að ekki væri nægur mannskapur á Hringbraut til þess að sinna henni. Læknir á deildinni hefði tjáð Kára að það þyrfti þrátt fyrir að það fæli í sér gríðarlega áhættu fyrir sjúklinginn einfaldlega vegna þess að ekki væri annað hægt vegna ástandsins á spítalanum. Kári telur að samþykki Alþingi núverandi fjárlagafrumvarp óbreytt reki það rýting í bak þjóðarinnar. Hann segir það ótrúlegt að sá möguleiki sé fyrir hendi örfáum vikum eftir kosningar þar sem allir flokkar hafi lofað endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann gagnrýnir Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að efast um sannleiksgildi nýlegra mynda frá landsspítalanum sem sýna plássleysi sjúklinga og líkir veru þingmannsins á Alþingi við veru kanarífugls í námugöngum. Kári segir að svo virðist vera sem þorri þingmanna sem áður voru á því að endurreisa þyrfti heilbrigðiskerfið sé nú kominn á þá skoðun að þjóðin sé að ýkja vandann. Að lokum spyr Kári hvað þjóðin eigi að gera við þá sem virðast ekki lengur vera fulltrúar þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00