Enski boltinn

Töluvert betri stemning á jóladjammi Liverpool heldur en í fyrra | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lucas Leiva, Roberto Firmino, Alberto Moreno og Philippe Coutinho voru mættir með betri helmingunum.
Lucas Leiva, Roberto Firmino, Alberto Moreno og Philippe Coutinho voru mættir með betri helmingunum. mynd/instagram
Leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi þegar þeir buðu mökum sínum á gott jóladjamm á lúxuxhóteli í Liverpool.

Lærisveinar Jürgens Klopps voru mættir í sínu fínasta pússi út á lífið aðeins sólarhring eftir að þeir unnu Everton, 1-0, á dramatískan hátt í fyrri Merseyside-slag tímabilsins.

Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli var það Senegalinn smái en knái, Sadio Mané, sem tryggði Liverpool útisigur með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Snemmbúin jólagjöf til allra stuðningsmanna liðsins.

Það var væntanlega töluvert betri stemning á jóladjammi Liverpool-liðsins í ár heldur en í fyrra. Á sama tíma á síðustu leiktíð skelltu leikmennirnir sér út á lífið rétt fyrir jólin eftir að fá 3-0 skell gegn Watford. Ekki besta jólagjöfin það.

Liverpool er í flottum málum í ensku úrvalsdeildinni eftir 17 umferðir en liðið er í öðru sæti með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea.

Liverpool mætir næst Stoke 27. desember.

A photo posted by Philippe Coutinho (@phil.coutinho) on

A photo posted by Roberto Firmino (@roberto_firmino) on

Christmas Party

A photo posted by Lucas Leiva (@leivalucas) on

A photo posted by Aine Coutinho (@ainee.c) on


Tengdar fréttir

Barkley bað Henderson afsökunar á tæklingunni

Ross Barkley, miðjumaður Everton, gerði sig sekan um mjög ljóta tæklingu í Bítlaborgarslagnum á móti Liverpool en slapp af einhverjum ástæðum með gult spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×