Gríðarleg uppsveifla á fasteignamarkaði: Veltan aukist um rúmlega 80 milljarða í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2016 09:00 Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 23 prósent á fyrstu 11 mánuðum ársins. vísir/vilhelm Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08