Fyndnasta en um leið örugglega kaldasta golfhögg ársins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 10:00 Mynd/instagram/golfgrinders/ Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golf er sumaríþrótt fyrir flesta kylfinga en þó ekki alla. Einn sem var ekki sammála því að menn ættu að hvíla kylfurnar yfir háveturinn ákvað að storka vetri konungi. Það fór þó ekki nógu vel því hann endaði hringinn sinn blautur og kaldur. Golf yfir vetrarmánuðina getur boðið upp á nýjar aðstæður fyrir kylfinga og um leið búið til erfiðar ákvarðanir þegar menn reyna allt til að sleppa við víti. Kylfingurinn í myndbandinu hér fyrir neðan var staðráðinn að bjarga sér úr erfiðri stöðu og sleppa við víti eftir að hann missti kúluna af braut og úr á frosið vatn. Það fór hinsvegar ekki alveg eins og hann hafði ætlað. Kappinn lét vissulega vaða en hann hitti ekki kúluna og steinlá síðan á ísnum. Ísinn var ekki þykkari en það að kylfingurinn óheppni braut hann með þessari hörðu lendingu og fór í kjölfarið á bólakaf í ískalt vatnið. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Bronston is "ice cold" when he's under pressure.... @Havenbarlow8 @diddy713 #keepGrinding #funny #Golf #fail #trickshot #espn #fsn #tiger #pga A video posted by Golf (@golfgrinders) on Dec 19, 2016 at 7:35am PST Þar sem að hann hitti ekki kúluna og hún datt síðan ofan í vatnið með honum þá þurfti hann hvort sem er að taka á sig víti. Hvort að hann treysti sér að spila áfram eftir volkið er önnur saga. Úr varð afar fyndið myndband sem rataði inn á golfgrinders instagram-síðunni. Það fylgir ekki alveg sögunni hvað varð um greyið manninn. Hann fékk að minnsta kosti kvef en slapp vonandi við lungabólgu eða eitthvað þeim mun verra.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira