Enski boltinn

Hörður Björgvin fór meiddist í fjórða tapi Bristol City í röð | Vandræði vegna þoku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik.
Hörður Björgvin fór meiddur af velli um miðjan seinni hálfleik. vísir/getty
Fjórir leikir voru á dagskrá í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Það var þó aðeins hægt að klára tvo af þessum fjórum leikjum.

Leik Brighton og Cardiff City var frestað vegna þoku og leik Reading og Fulham var hætt í hálfleik af sömu ástæðu. Staðan var markalaus í hálfleik. Ragnar Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Fulham.

Það gengur hvorki né rekur hjá Herði Björgvini Magnússyni og félögum í Bristol City. Í kvöld laut Bristol í lægra haldi fyrir Ipswich Town á útivelli, 2-1. Þetta var fjórða tap liðsins í röð.

Hörður Björgvin var í byrjunarliði Bristol en fór meiddur af velli á 66. mínútu.

Newcastle United nýtti sér það að leik Brighton og Cardiff var frestað og skaust á toppinn með 3-1 sigri á Nottingham Forest á St. James Park.

Dwight Gayle skoraði tvívegis fyrir Newcastle sem er með 52 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Brighton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×