Enski boltinn

Þrettán sigrar í röð hjá Chelsea | Öll úrslit dagsins

Chelsea vann þrettánda sigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag en lenti í örlitlum vandræðum gegn Stoke á heimavelli.

Chelsea sem hafði aðeins fengið tvö mörk á sig í undanförnum tólf leikjum missti í tvígang forskotið niður og var staðan jöfn 2-2 um miðbik seinni hálfleiks.

Willian kom Chelsea aftur yfir á 65. mínútu með öðru marki sínu en fimm mínútum fyrir leikslok tryggði Diego Costa sigurinn með fjórtánda marki sínu á tímabilinu.

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekknum í 4-1 sigri á Sunderland en Jóhann sem er að komast af stað eftir meiðsli kom inn og lék seinustu tuttugu mínúturnar.

Meistararnir í Leicester fögnuðu langþráðum sigri á heimavelli en  Islam Slimani skoraði eina mark leiksins.  

Með sigrinum komst Leicester upp í 15. sæti og nær að aðgreina sig frá fallbaráttunni í bili.

Þá sóttu lærisveinar Tony Pulis þrjú stig til Southampton þrátt fyrir að hafa lent undir snemma leiks.

Úrslit dagsins:

Burnley 4-1 Sunderland

Chelsea 4-2 Stoke

Leicester 1-0 West Ham

Southampton 1-2 West Brom




Fleiri fréttir

Sjá meira


×