Enski boltinn

Clattenburg útilokar ekki að fara í peningana í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. vísir/getty
Kínverjar eru að greiða knattspyrnumönnum stjarnfræðileg laun fyrir að spila þar í landi og nú gætu dómararnir verið næstir í að fá kauphækkun við að færa sig milli landa.

Besti dómari heims, Mark Clattenburg, segist vera til í að skoða það að færa sig frá Englandi til Kína. Skal engan undra þar sem hann fengi væntanlega laun sem engan dómara hefur dreymt um.

„Ég er með samning við ensku úrvalsdeildina en ég þarf að horfa fram í tímann. Hvað get ég dæmt lengi? Ég er búinn með tólf dásamleg ár í enska boltanum.,“ sagði hinn 41 árs gamli Clattenburg sem gefur Kínverjum undir fótinn.

„Ég hef ekki fengið neitt tilboð frá Kína en ef ég fengi slíkt tilboð myndi ég að sjálfsögðu skoða það alvarlega.“

Eðlilega hugsa allir að peningarnir séu ástæðan fyrir þessum áhuga Clattenburg en hann vill nú ekki viðurkenna það.

„Peningar hafa aldrei verið ástæðan fyrir því að ég er dómari. Þetta snýst um að gera eitthvað nýtt og jafnvel hjálpa til við endurnýjun dómara og að skipuleggja dómaramál í nýju landi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×