Erlent

Yfirmaður fíkniefnalögreglu dæmdur fyrir hasssmygl

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Jari Aarnio hafði starfað hjá fíkniefnalögreglunni í þrjátíu ár þegar hann var handtekinn árið 2013.
Jari Aarnio hafði starfað hjá fíkniefnalögreglunni í þrjátíu ár þegar hann var handtekinn árið 2013. Nordicphotos/AFP
Jari Aarnio, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Helsinki, hefur hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. Hann var handtekinn árið 2013 eftir að hafa starfað í þrjátíu ár hjá fíkniefnalögreglunni. Í september síðastliðnum var hann einnig dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik.

Aarnio hefur neitað sök en hann var engu að síður sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað glæpasamtök við innflutning á hassi. Alls voru það nærri 800 kíló af hassi sem flutt voru til Finnlands frá Hollandi í tunnu. Hassið var svo selt í Finnlandi á árunum 2011 og 2012.

Sannað þótti að hann hafi gegnt lykilhlutverki í fíkniefnahringnum. Hann var einnig sakfelldur fyrir 22 aðra glæpi, þar á meðal að hafa misnotað aðstöðu sína og fyrir að hafa haft í hótunum við sakborning. Tólf aðrir sakborningar tengdust málinu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×