Erlent

Mikið tjón á verðmætum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Bærinn Amatrice varð verst úti í skjálftanum.
Bærinn Amatrice varð verst úti í skjálftanum. Fréttablaðið/AFP
Menningarmálaráðherra Ítalíu, Dario Franceschini, segir 293 sögulega staði hafa orðið fyrir tjóni í jarðskjálftanum sem varð á miðri Ítalíu síðastliðinn miðvikudag.

Að minnsta kosti 290 manns fórust í skjálftanum sem var 6,4 stig og varð á tíu kílómetra dýpi. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.

Bærinn Amatrice varð verst úti en þar létu 229 manns lífið í skjálftanum og margar kirkjur og byggingar frá miðöldum skemmdust.

Aðgangseyrir sem safnaðist í söfnum á Ítalíu í gær rann til hjálparstarfa og uppbyggingar á svæðum sem urðu fyrir skemmdum. Franceschini hvatti Ítali til þess að heimsækja söfn í gær og sýna með því samstöðu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×