Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000.
Atli sat inni í 10 og hálft ár og sækist nú eftir því, í kjölfar þess að hafa fengið uppreist æru, að fá aftur málflutningsréttindi sem lögmaður en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann var dæmdur í fangelsi.
Sjá einnig:Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust
Það er ekki ofsögum sagt að morðið á Einari sé eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og var eins og gefur að skilja mikið fjallað um það í fréttum á sínum tíma.
Árið 2012 var síðan sýndur þáttur á Skjá Einum um málið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan en leikstjóri var Sævar Guðmundsson og handritið skrifaði Sölvi Tryggvason.
Uppfært klukkan 13.10: Þátturinn var tekinn úr birtingu í fréttinni í kjölfar þess að Sævar Guðmundsson, leikstjóri og framleiðandi þáttarins, hafði samband við fréttastofu og benti á að hann væri á YouTube í óþökk framleiðenda.
Hér má hins vegar sjá þáttinn Mannshvörf sem sýndur var á Stöð 2 en í honum var einnig fjallað um morðið.
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára

Tengdar fréttir

Atli Helgason búinn að fá uppreist æru
Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár.

Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið
Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja.