Sjá einnig: Allir möguleikarnir í riðli Íslands
Noregur og Hvíta-Rússland eigast við fyrst í dag og munu úrslit þess leiks hafa veruleg áhrif á möguleika Íslands.
Sigri Hvíta-Rússland eru strákarnir okkar komnir áfram. En þeir eiga þá ekki möguleika á að fara áfram með nema tvö stig.
Ísland getur aðeins farið áfram með fullt hús stiga ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland. En það þýðir þá líka að tapi strákarnir gegn Króötum eru þeir úr leik.

Hér er útskýringin:
- Ef að Ísland vinnur Króatíu endar Ísland með 4 stig og Króatía er úr leik með 2 stig, enda Noregur og Hvíta-Rússland bæði með 3 stig. Ísland tekur með sér 2 stig í milliriðilinn, fyrir sigurinn á Noregi.
- Ef að öll lið enda með þrjú stig ræður markatalan lokaúrslitum. Hvíta-Rússland er þá úr leik með lökustu markatöluna (-5). Ísland tekur með sér 3 stig í milliriðilinn, fyrir sigurinn á Noregi og jafnteflið gegn Króatíu.