Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júní 2016 08:45 Mateen lést í átökum við lögreglu eftir að hafa myrt 49 manns. Vísir/EPA Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni. Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Omar Mateen, maðurinn sem myrti tæplega fimmtíu borgara á skemmtistaðnum Pulse í Flórída á sunnudag, hafði sést á staðnum nokkrum sinnum sjálfur. Pulse er skemmtistaður fyrir samkynhneigða. Greint er frá því á Sky news að að minnsta kosti fjórir hafi greint frá því að þeir hafi séð Mateen á staðnum fyrir þetta kvöld. Einn fastakúnni staðarins sagðist í raun hafa séð Mateen oftar en tíu sinnum. „Hann fór stundum út í horn og drakk einn. En stundum varð hann svo fullur að hann varð hávær og árásargjarn. Við töluðum ekki mikið við hann en ég man að hann talaði eitthvað um pabba sinn,“ sagði maðurinn sem heitir Ty Smith. „Hann sagði okkur að hann ætti konu og barn.“ Kevin West, annar fastagestur á Pulse, sagði Mateen hafa sent sér skilaboð í gegnum smáforrit fyrir samkynhneigða. Sagði hann samskiptin hafa verið í gangi af og til yfir heilt ár. Fyrrum eiginkona Mateen, Sitora Yusufiy, var spurð af CNN í gær hvort hún teldi eiginmann sinn hafa verið samkynhneigðan. Hún þagði í nokkra stund áður en hún svaraði: „Ég veit það ekki.“ Lögreglan í Orlando hefur neitað að verða við fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Faðir Mateen hefur greint frá því að fyrir um tveimur mánuðum hafi sonur hans reiðst mjög er hann sá tvo karlmenn kyssast. Sagði faðirinn í samtali við Sky news að hann hefði talið eðlileg viðbrögð að segja heldur: „Þetta er frjálst land.“ Vinir ódæðismannsins hafa lýst honum sem manni með fordóma í garð samkynhneigðra og að hann hafi verið í andlegu ójafnvægi. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.
Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Byssueignin er vandamálið vestanhafs Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40