Nýir leiðsögumenn – velkomnir í misréttið! Jakob S. Jónsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Að undanförnu hafa þeir skólar sem mennta leiðsögumenn verið að útskrifa nýja hópa glæsilegra leiðsögumanna. Það er full ástæða til að óska nýútskrifuðum leiðsögumönnum til hamingju með árangurinn og bjóða þá velkomna til starfa – þeirra er beðið með eftirvæntingu á vinnumarkaði. Ferðamönnum fjölgar og hér á landi er það nú einu sinni hefð að bjóða upp á ferðir þar sem sagt er frá landi, þjóð og menningu á spennandi og skemmtilegan hátt. Þegar best tekst til verður hinn erlendi ferðamaður vinur lands og þjóðar sem ákveður að koma aftur. Þar gegnir leiðsögumaðurinn lykilhlutverki. Því miður er það þó svo, að á meðan vinnumarkaðurinn býður alla nýútskrifaða leiðsögumenn velkomna til starfa þá er þeim frá fyrsta starfsdegi mismunað af sínu eigin stéttarfélagi – og það á röngum forsendum eða jafnvel engum! Félag leiðsögumanna telur sig þess umkomið að flokka menntun leiðsögumanna í æðri og óæðri og veitir aðild að félaginu samkvæmt því. Þeir sem hafa numið við þá leiðsöguskóla sem félagið hefur veitt blessun sína (Leiðsöguskóli Íslands/MK og EHÍ) fá að ganga í hið svokallaða fagfélag, meðan nemendur úr öðrum skólum (Ferðamálaskólinn, Keilir) mega hírast í stéttarfélaginu, en þar fá þeir að vera sem starfa við leiðsögn, en hafa ekki numið við skóla sem félagið viðurkennir. Það má spyrja, hvað gerir stjórn Félags leiðsögumanna hæfa til að vega og meta nám og skóla og blessa sumt nám og suma skóla? Er eitthvert stéttarfélag á landinu sem tekur sér slíkt vald, þegar um ræðir sambærilegt starf? Það sést t.d. á launum, að þessi frekjulega afstaða stjórnar Félags leiðsögumanna hefur ekki skilað neinu til leiðsögumanna! Þetta væri þó kannski gott og blessað ef nám í þessum skólum væri svo ólíkt að það réttlæti slíka misskiptingu. Félag leiðsögumanna hefur borið því við að í fyrrnefndu skólunum er kennt samkvæmt „viðurkenndri námskrá“ en ekki í þeim síðarnefndu. Ég hef í fyrri greinum mínum (25. febrúar, 17. mars, 6. apríl og 4. maí) sýnt fram á að þetta er einfaldlega rangt. Engin „viðurkennd námskrá“ um leiðsögunám er til, námið í skólunum hefur aldrei verið borið saman af til þess hæfum aðila; staðhæfingar stjórnar Félags leiðsögumanna standast ekki skoðun.Misréttið augljóst Misréttið milli þessara tveggja félagsdeilda, hins svonefnda fagfélags og stéttarfélagsins, verður augljóst þegar heimasíða félagsins er skoðuð. Þar er gefinn kostur á að kynna sér hverjir eru meðlimir hins svonefnda fagfélags, atvinnurekendur geta haft samband við þá og boðið þeim vinnu þegar henta þykir. Meðlimir stéttarfélagsins standa hins vegar ekki til boða á heimasíðunni. Þeir mega skaffa sér vinnu sjálfir – en félagið hirðir af þeim stéttarfélagsgjaldið! Þetta er þeim mun nöturlegra þegar þess er gætt, að fjölmargir meðlimir hins svokallaða fagfélags starfa ekki reglubundið við leiðsögn, en geta gegn vægu árgjaldi notið þeirra fríðinda sem allir félagsmenn njóta, hvort sem þeir eru í öðru félaginu eða báðum. Þetta er auðvitað hróplegt misrétti sem hefur leitt til þess að um það bil helmingur starfandi leiðsögumanna, lauslega áætlað, hefur ákveðið að standa utan félagsins. Þeir sjá sér engan hag í að vera í félagi sem hirðir af þeim stéttarfélagsgjöldin en veitir ekki full félagsréttindi á móti. Stjórn Félags leiðsögumanna má velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir félagið að njóta ekki trausts helmings starfandi leiðsögumanna. Stéttarfélag, sem svo er ástatt fyrir, ætti sannarlega að hugsa sinn gang! Við, sem störfum við leiðsögn í fullu starfi, gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þessi afstaða stjórnar félagins veikir kjör okkar og stöðu á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að breyta því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa þeir skólar sem mennta leiðsögumenn verið að útskrifa nýja hópa glæsilegra leiðsögumanna. Það er full ástæða til að óska nýútskrifuðum leiðsögumönnum til hamingju með árangurinn og bjóða þá velkomna til starfa – þeirra er beðið með eftirvæntingu á vinnumarkaði. Ferðamönnum fjölgar og hér á landi er það nú einu sinni hefð að bjóða upp á ferðir þar sem sagt er frá landi, þjóð og menningu á spennandi og skemmtilegan hátt. Þegar best tekst til verður hinn erlendi ferðamaður vinur lands og þjóðar sem ákveður að koma aftur. Þar gegnir leiðsögumaðurinn lykilhlutverki. Því miður er það þó svo, að á meðan vinnumarkaðurinn býður alla nýútskrifaða leiðsögumenn velkomna til starfa þá er þeim frá fyrsta starfsdegi mismunað af sínu eigin stéttarfélagi – og það á röngum forsendum eða jafnvel engum! Félag leiðsögumanna telur sig þess umkomið að flokka menntun leiðsögumanna í æðri og óæðri og veitir aðild að félaginu samkvæmt því. Þeir sem hafa numið við þá leiðsöguskóla sem félagið hefur veitt blessun sína (Leiðsöguskóli Íslands/MK og EHÍ) fá að ganga í hið svokallaða fagfélag, meðan nemendur úr öðrum skólum (Ferðamálaskólinn, Keilir) mega hírast í stéttarfélaginu, en þar fá þeir að vera sem starfa við leiðsögn, en hafa ekki numið við skóla sem félagið viðurkennir. Það má spyrja, hvað gerir stjórn Félags leiðsögumanna hæfa til að vega og meta nám og skóla og blessa sumt nám og suma skóla? Er eitthvert stéttarfélag á landinu sem tekur sér slíkt vald, þegar um ræðir sambærilegt starf? Það sést t.d. á launum, að þessi frekjulega afstaða stjórnar Félags leiðsögumanna hefur ekki skilað neinu til leiðsögumanna! Þetta væri þó kannski gott og blessað ef nám í þessum skólum væri svo ólíkt að það réttlæti slíka misskiptingu. Félag leiðsögumanna hefur borið því við að í fyrrnefndu skólunum er kennt samkvæmt „viðurkenndri námskrá“ en ekki í þeim síðarnefndu. Ég hef í fyrri greinum mínum (25. febrúar, 17. mars, 6. apríl og 4. maí) sýnt fram á að þetta er einfaldlega rangt. Engin „viðurkennd námskrá“ um leiðsögunám er til, námið í skólunum hefur aldrei verið borið saman af til þess hæfum aðila; staðhæfingar stjórnar Félags leiðsögumanna standast ekki skoðun.Misréttið augljóst Misréttið milli þessara tveggja félagsdeilda, hins svonefnda fagfélags og stéttarfélagsins, verður augljóst þegar heimasíða félagsins er skoðuð. Þar er gefinn kostur á að kynna sér hverjir eru meðlimir hins svonefnda fagfélags, atvinnurekendur geta haft samband við þá og boðið þeim vinnu þegar henta þykir. Meðlimir stéttarfélagsins standa hins vegar ekki til boða á heimasíðunni. Þeir mega skaffa sér vinnu sjálfir – en félagið hirðir af þeim stéttarfélagsgjaldið! Þetta er þeim mun nöturlegra þegar þess er gætt, að fjölmargir meðlimir hins svokallaða fagfélags starfa ekki reglubundið við leiðsögn, en geta gegn vægu árgjaldi notið þeirra fríðinda sem allir félagsmenn njóta, hvort sem þeir eru í öðru félaginu eða báðum. Þetta er auðvitað hróplegt misrétti sem hefur leitt til þess að um það bil helmingur starfandi leiðsögumanna, lauslega áætlað, hefur ákveðið að standa utan félagsins. Þeir sjá sér engan hag í að vera í félagi sem hirðir af þeim stéttarfélagsgjöldin en veitir ekki full félagsréttindi á móti. Stjórn Félags leiðsögumanna má velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir félagið að njóta ekki trausts helmings starfandi leiðsögumanna. Stéttarfélag, sem svo er ástatt fyrir, ætti sannarlega að hugsa sinn gang! Við, sem störfum við leiðsögn í fullu starfi, gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þessi afstaða stjórnar félagins veikir kjör okkar og stöðu á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að breyta því!
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun