Erlent

26 konur mögulega frjóvgaðar með röngu sæði

Helmingur kvennanna sem um ræðir eru nú óléttar eða hafa fætt barn.
Helmingur kvennanna sem um ræðir eru nú óléttar eða hafa fætt barn. Visir/ Getty
Hollenskt læknateymi hefur nú hafið rannsókn eftir að upp komst að 26 konur gætu hafa verið frjóvgaðar með vitlausu sæði og bera því barn ókunnugs manns undir belti en ekki upphaflegs barnsföðurs. Konurnar voru í meðferð vegna ófrjósemi. CNN greinir frá.

Skoðaðar verða aðgerðir sem voru framkvæmdar í háskólasjúkrahúsinu í Utrecht frá apríl 2015 fram í nóvember 2016. Helmingur kvennanna sem um ræðir eru nú óléttar eða hafa fætt barn.

Háskólasjúkrahúsið sem um ræðir segir þetta fremur óalgengt en svona lagað geti vissulega komið upp. Arie Frankz, kvensjúkdómalæknir háskólasjúkrahússins, sagði í viðtali við Nieuwsuur eða Fréttatímann að læknateymið myndi fækka aðgerðum á meðan að rannsókn málsins stæði til að tryggja að vel væri hægt að fylgja hverri og einni eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×