Erlent

Kínverjar verja fúlgum fjár í klósett

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/getty
Kínversk stjórnvöld ætla á næstu fjórum árum að verja tveimur billjónum yuana, andvirði 33 billjóna íslenskra króna og sextíu milljörðum betur, til að gera landið að betri viðkomustað fyrir ferðamenn. Meðal þess sem er á dagskránni er uppbygging rúmlega 100 þúsund almenningssalerna.

Þá hafa borgarstjórnir í fjölmörgum borgum landsins, sérstaklega í norðurhluta þess, verið hvattar til að breyta gömlum námum og byggingum í almenningsgarða og söfn til að laða að ferðamenn. Er það gert í þeim tilgangi að reyna að dreifa ferðamönnum um landið.

Áætlanir gera ráð fyrir að 150 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki landið á þessu ári en það er fjölgun um 14 milljónir milli ára.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×