Enski boltinn

Zlatan á inni tæpar 400 milljónir hjá PSG

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Franska meistaraliðið Paris Saint-Germain skuldar sænska framherjanum Zlatan Ibramovic 380 milljónir íslenskra króna en frá þessu greindi sænska blaðið Expressen fyrst. Enskir miðlar eru svo komnir í málið.

Zlatan var spurður í viðtali fyrir Manchester-slaginn um helgina sem United tapaði, 2-1, hvers hann saknaði mest frá París eftir fjögurra ára dvöl þar: „Ég sakna síðustu útborgunar,“ svaraði hann.

Svíinn á það nú til að grínast og tóku menn málið ekki alvarlega fyrst eða þar til Expressen komst á snoðir um að PSG skuldar Zlatan afturvirka launahækkun auk bónusa fyrir að vera markahæstur á síðustu leiktíð og vinna bæði deild og bikar.

Zlatan var í fjögur ár hjá Parísarliðinu og vann titilinn öll skiptin áður en hann söðlaði um og gekk í raðir Manchester United fyrir tímabilið þar sem hann er búinn að skora þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.

Paris Saint-German er eitt ríkasta félag heims en það er í eigu fjárfestingahóps frá Katar sem á meðal annars fjölmiðlaveldið beIN.


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum

Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram.

Rooney og Guardiola tókust á | Myndir

Skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Manchester United og Manchester City í dag þegar Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tókust á í stuttan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×