Sögunni endalausu lokið: H&M nú þegar með mikla markaðshlutdeild Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2016 14:22 Eftir áralangar vangaveltur og fréttaflutning er H&M á leið til landsins. Vísir/Samsett Mörgum Íslendingum til mikillar gleði var í dag tilkynnt að H&M myndi opna verslanir hér á landi. Oft hefur verið rætt um komu fatarisans til Íslands en ekkert hefur orðið af því fyrr en nú. H&M er nú þegar með mikla markaðshlutdeild hér á landi þrátt fyrir að engin verslun sé starfrækt. Samkvæmt greiningu Fréttablaðsins á tölum frá Meniga var H&M með 17,7 prósent markaðshlutdeild á fatavörumarkaði og var það vinsælasta fataverslunin á Íslandi þrátt fyrir að hér væri engin verslun starfrækt.Sjá einnig:H&M kemur í Smáralind og HafnartorgSvona leit markaðshlutdeild H&M á Íslandi út fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.Hlutdeild H&M í fataverslun Íslendinga nær einkum til barnafata en í könnun Capacent frá árinu 2012 sem gerð var fyrir samtök verslunar og þjónustu kom fram að 42 prósent aðspurðra hafi keypt barnaföt síðast erlendis, af þeim sögðust 62 prósent hafa verslað barnafötin í H&M. Stefnt er að því að verslanir opni í Smáraling og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem viðræður standa yfir um opnun verslunar í Kringlunni.Sjá einnig: Á von á sambærilegu verði í H&M á ÍslandiHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum og að koma H&M til landsins muni styrkja íslenska verslun til vegna sterkrar markaðshlutdeildar H&M.Gjörningar, sögusagnir og múgæsingur Undanfarin ára hafa fréttir verið birtar með reglulegu millibili um að H&M sé að koma til landsins, síðast í ágúst á síðasta ári Sérstakur Facebook-hópur var opnaður í ágúst þar sem tilkynnt var um opnun H&M á Íslandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI,“ var á meðal viðbragða en á einum degi söfnuðust á annað þúsund manns í Facebook-hópinn.Sjá einnig:Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“Menn virðast þó hafa fagnað of snemma því skömmu seinna tilkynntu forsvarsmenn H&M að verslunin væri ekki á leið til Íslands. Árið 2011 var einnig reynt að lokka sænska fatarisann til Íslands án árangurs en mikið var rætt um H&M myndu opna tvær verslanir hér á landi, þar af eina á Laugavegi 89 þar sem áður var verslun Sautján. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri á sínum tíma við Vísi.Þessi borði var hengdur á glugga Laugavegs 89 árið 2012.Vinna Jakobs bar þó ekki árangur því ekki kom H&M til landsins í það skiptið. Landsmenn spenntust þó upp á nýjan leik ári síðar þegar búið var að setja upp borða í sama húsnæði. Á borðanum stóð H&M opnar hér í fyrsta sinn á Íslandi.Sjá einnig:Nemendur LHÍ að baki H&M gjörningnumMargir urðu ansi spenntir en í ljós kom að aðeins var um gjörning að ræða sem annars árs nemendur í Listaháskóla Íslands stóðu fyrir. „Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ sagði Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Koma H&M til landsins nú er þó enginn gjörningur og því ljóst að bráðum geta Íslendingar verslað föt frá sænska fatarisanum sem aldrei fyrr. Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Mörgum Íslendingum til mikillar gleði var í dag tilkynnt að H&M myndi opna verslanir hér á landi. Oft hefur verið rætt um komu fatarisans til Íslands en ekkert hefur orðið af því fyrr en nú. H&M er nú þegar með mikla markaðshlutdeild hér á landi þrátt fyrir að engin verslun sé starfrækt. Samkvæmt greiningu Fréttablaðsins á tölum frá Meniga var H&M með 17,7 prósent markaðshlutdeild á fatavörumarkaði og var það vinsælasta fataverslunin á Íslandi þrátt fyrir að hér væri engin verslun starfrækt.Sjá einnig:H&M kemur í Smáralind og HafnartorgSvona leit markaðshlutdeild H&M á Íslandi út fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.Hlutdeild H&M í fataverslun Íslendinga nær einkum til barnafata en í könnun Capacent frá árinu 2012 sem gerð var fyrir samtök verslunar og þjónustu kom fram að 42 prósent aðspurðra hafi keypt barnaföt síðast erlendis, af þeim sögðust 62 prósent hafa verslað barnafötin í H&M. Stefnt er að því að verslanir opni í Smáraling og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem viðræður standa yfir um opnun verslunar í Kringlunni.Sjá einnig: Á von á sambærilegu verði í H&M á ÍslandiHelgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum og að koma H&M til landsins muni styrkja íslenska verslun til vegna sterkrar markaðshlutdeildar H&M.Gjörningar, sögusagnir og múgæsingur Undanfarin ára hafa fréttir verið birtar með reglulegu millibili um að H&M sé að koma til landsins, síðast í ágúst á síðasta ári Sérstakur Facebook-hópur var opnaður í ágúst þar sem tilkynnt var um opnun H&M á Íslandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI,“ var á meðal viðbragða en á einum degi söfnuðust á annað þúsund manns í Facebook-hópinn.Sjá einnig:Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“Menn virðast þó hafa fagnað of snemma því skömmu seinna tilkynntu forsvarsmenn H&M að verslunin væri ekki á leið til Íslands. Árið 2011 var einnig reynt að lokka sænska fatarisann til Íslands án árangurs en mikið var rætt um H&M myndu opna tvær verslanir hér á landi, þar af eina á Laugavegi 89 þar sem áður var verslun Sautján. „Ég er búinn að verja töluverðum tíma sem framkvæmdastjóri miðborgarinnar okkar í að útvega Hennes & Mauritz upplýsingar um hverfið sem þeir eru að horfa til, efsta hluta Laugavegarins, bílastæða, fjölda verslana í kring og hverslags verslanir það eru. Þeir eru að skoða þetta mál í fullri alvöru,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri á sínum tíma við Vísi.Þessi borði var hengdur á glugga Laugavegs 89 árið 2012.Vinna Jakobs bar þó ekki árangur því ekki kom H&M til landsins í það skiptið. Landsmenn spenntust þó upp á nýjan leik ári síðar þegar búið var að setja upp borða í sama húsnæði. Á borðanum stóð H&M opnar hér í fyrsta sinn á Íslandi.Sjá einnig:Nemendur LHÍ að baki H&M gjörningnumMargir urðu ansi spenntir en í ljós kom að aðeins var um gjörning að ræða sem annars árs nemendur í Listaháskóla Íslands stóðu fyrir. „Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ sagði Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Koma H&M til landsins nú er þó enginn gjörningur og því ljóst að bráðum geta Íslendingar verslað föt frá sænska fatarisanum sem aldrei fyrr.
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24
Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34