Þjálfari velska landsliðsins varar sína menn við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 15:30 Gareth Bale og félagar eru nú í svipaðri stöðu og íslensku strákarnir. Vísir/Getty Wales náði frábærum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti með því að komast alla leið í undanúrslitin á EM í Frakklandi. Wales og Ísland voru spútniklið mótsins og nýliðarnir unnu hug og hjörtu margra með árangrinum í frumraun sinni. Wales hafði ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1958 og Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti karlalandsliða. Það er hinsvegar stutt í næstu leiki því undankeppni HM 2018 hefst strax í haust. Eins og hjá íslensku landsliðsstrákunum er nauðsynlegt að velsku landsliðsmennirnir haldi dampi ætli liðið að byggja ofan á árangur sinn í Frakklandi og tryggja sér farseðil til Rússlands. Chris Coleman, þjálfari Wales, er strax farinn að huga að þeirri keppni og hefur þegar gefið út varnaðarorð. Hann segir að leikmenn sínir verði að forðast það að falla í þá gryfju að fara að líða of vel eftir frábæran árangur síðustu vikna. „Það segir mjög mikið um mína leikmann að við náðum þessum árangri. Ég hef sagt það í gegnum allt mótið að það sé ekki nóg að hafa hæfileikana því þú þarf einnig hungur og þrá," sagði Chris Coleman. „Við erum á hættulegum slóðum eins og er því nú skiptir öllu máli hvað við gerum næst. Við verðum að fara og tryggja okkur sæti á heimsmeistaramótinu núna og þá þurfum við að ná öðrum af tveimur efstu sætunum í erfiðum riðli," sagði Coleman. Wales er í riðli með Austurríki, Írlandi, Serbíu, Moldóvíu og Georgíu. Sigurvegari riðilsins fer beint á HM en liðið í örðu sæti fer í umspil um laust sæti. Íslenski riðilinn er líka mjög krefjandi en þar eru Króatía, Tyrkland, Úkraína, Finnland og Kósóvó. Orð Chris Coleman ættu því að eiga hljómgrunn hjá íslensku leikmönnunum alveg eins og þeim velsku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Wales náði frábærum árangri á sínu fyrsta Evrópumóti með því að komast alla leið í undanúrslitin á EM í Frakklandi. Wales og Ísland voru spútniklið mótsins og nýliðarnir unnu hug og hjörtu margra með árangrinum í frumraun sinni. Wales hafði ekki verið með á stórmóti síðan á HM 1958 og Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti karlalandsliða. Það er hinsvegar stutt í næstu leiki því undankeppni HM 2018 hefst strax í haust. Eins og hjá íslensku landsliðsstrákunum er nauðsynlegt að velsku landsliðsmennirnir haldi dampi ætli liðið að byggja ofan á árangur sinn í Frakklandi og tryggja sér farseðil til Rússlands. Chris Coleman, þjálfari Wales, er strax farinn að huga að þeirri keppni og hefur þegar gefið út varnaðarorð. Hann segir að leikmenn sínir verði að forðast það að falla í þá gryfju að fara að líða of vel eftir frábæran árangur síðustu vikna. „Það segir mjög mikið um mína leikmann að við náðum þessum árangri. Ég hef sagt það í gegnum allt mótið að það sé ekki nóg að hafa hæfileikana því þú þarf einnig hungur og þrá," sagði Chris Coleman. „Við erum á hættulegum slóðum eins og er því nú skiptir öllu máli hvað við gerum næst. Við verðum að fara og tryggja okkur sæti á heimsmeistaramótinu núna og þá þurfum við að ná öðrum af tveimur efstu sætunum í erfiðum riðli," sagði Coleman. Wales er í riðli með Austurríki, Írlandi, Serbíu, Moldóvíu og Georgíu. Sigurvegari riðilsins fer beint á HM en liðið í örðu sæti fer í umspil um laust sæti. Íslenski riðilinn er líka mjög krefjandi en þar eru Króatía, Tyrkland, Úkraína, Finnland og Kósóvó. Orð Chris Coleman ættu því að eiga hljómgrunn hjá íslensku leikmönnunum alveg eins og þeim velsku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira