Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2016 22:30 Liverpool er komið áfram í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir sigur á Stoke í vítaspyrnukeppni á Anfield í kvöld. Þetta var síðari leikur liðanna í rimmunni en Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það reyndist eina markið í venjulegum leiktíma og þar sem fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool þurfti að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigur. Simon Mignolet, markvörður Liverpool, varði tvær spyrnur í henni. Bæði lið klikkuðu í annarri umferð keppninnar - Peter Crouch fyrir Stoke (varið) og Emre Can fyrir Liverpool (í stöng). Eftir það var skorað úr öllum spyrnum þar til að Mignolet varði frá Marc Muniesa í sjöundu spyrnu Stoke. Walesverjinn Joe Allen fékk svo það hlutverk að tryggja Liverpool sæti í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum og brást honum ekki bogalistin.Liverpool mætir svo sigurvegara undanúrslitarimmu Everton og Manchester City í úrslitaleiknum sem fer fram þann 28. febrúar. Everton er með undirtökin í þeirri rimmu eftir 2-1 sigur á heimavelli í fyrri leiknum. Fyrri hálfleikur í kvöld var afar bragðdaufur þar til að Arnautovic skoraði umdeilt mark þar sem hann var að öllum líkindum rangstæður. En markið stóð engu að síður. Það var meira fjör eftir það. Roberto Firmino átti skot í stöng snemma í síðari hálfleik og Marco van Ginkel gerði slíkt hið sama fyrir Stoke í fyrri hálfleik framlengingarinnar. En allt kom fyrir ekki. Hér fyrir ofan má sjá mark Arnautovic í leiknum en upptaka af vítaspyrnukeppninni er efst í fréttinni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: Liverpool - Stoke 0-1: Jonathan Walters. Liverpool - Stoke 1-1: Adam Lallana. Liverpool - Stoke 1-1: Simon Mignolet ver frá Peter Crouch. Liverpool - Stoke 1-1: Emre Can skýtur í stöng. Liverpool - Stoke 1-2: Glenn Whelan. Liverpool - Stoke 2-2: Christian Benteke. Liverpool - Stoke 2-3: Ibrahim Afellay. Liverpool - Stoke 3-3: Roberto Firmino. Liverpool - Stoke 3-4: Xherdan Shaqiri. Liverpool - Stoke 4-4: James Milner. Liverpool - Stoke 4-5: Marco van Ginkel. Liverpool - Stoke 5-5: Lucas Leiva. Liverpool - Stoke 5-5: Simon Mignloet ver frá Marc Muniesa. Liverpool - Stoke 6-5: Joe Allen. Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Liverpool er komið áfram í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir sigur á Stoke í vítaspyrnukeppni á Anfield í kvöld. Þetta var síðari leikur liðanna í rimmunni en Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það reyndist eina markið í venjulegum leiktíma og þar sem fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool þurfti að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigur. Simon Mignolet, markvörður Liverpool, varði tvær spyrnur í henni. Bæði lið klikkuðu í annarri umferð keppninnar - Peter Crouch fyrir Stoke (varið) og Emre Can fyrir Liverpool (í stöng). Eftir það var skorað úr öllum spyrnum þar til að Mignolet varði frá Marc Muniesa í sjöundu spyrnu Stoke. Walesverjinn Joe Allen fékk svo það hlutverk að tryggja Liverpool sæti í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum og brást honum ekki bogalistin.Liverpool mætir svo sigurvegara undanúrslitarimmu Everton og Manchester City í úrslitaleiknum sem fer fram þann 28. febrúar. Everton er með undirtökin í þeirri rimmu eftir 2-1 sigur á heimavelli í fyrri leiknum. Fyrri hálfleikur í kvöld var afar bragðdaufur þar til að Arnautovic skoraði umdeilt mark þar sem hann var að öllum líkindum rangstæður. En markið stóð engu að síður. Það var meira fjör eftir það. Roberto Firmino átti skot í stöng snemma í síðari hálfleik og Marco van Ginkel gerði slíkt hið sama fyrir Stoke í fyrri hálfleik framlengingarinnar. En allt kom fyrir ekki. Hér fyrir ofan má sjá mark Arnautovic í leiknum en upptaka af vítaspyrnukeppninni er efst í fréttinni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: Liverpool - Stoke 0-1: Jonathan Walters. Liverpool - Stoke 1-1: Adam Lallana. Liverpool - Stoke 1-1: Simon Mignolet ver frá Peter Crouch. Liverpool - Stoke 1-1: Emre Can skýtur í stöng. Liverpool - Stoke 1-2: Glenn Whelan. Liverpool - Stoke 2-2: Christian Benteke. Liverpool - Stoke 2-3: Ibrahim Afellay. Liverpool - Stoke 3-3: Roberto Firmino. Liverpool - Stoke 3-4: Xherdan Shaqiri. Liverpool - Stoke 4-4: James Milner. Liverpool - Stoke 4-5: Marco van Ginkel. Liverpool - Stoke 5-5: Lucas Leiva. Liverpool - Stoke 5-5: Simon Mignloet ver frá Marc Muniesa. Liverpool - Stoke 6-5: Joe Allen.
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira