Hjólar í Íslandsvin og hommahatara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2016 10:45 Franklin Graham í Laugardalshöll haustið 2013. Þar lofsöng hann íslenska þjóð og fegurð landsins. „Málflutningur þessa manns er hreint mannhatur. Ógeðslegasta birtingarmynd skipulagðra trúarbragða,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson um nýjasta útspil Íslandsvinarins Franklin Graham. Graham, sem starfrækir eigin kristniboðssamtök og er vel þekktur fyrir afstöðu sína til samkynhneigðra, steig skrefi lengra í nýlegu viðtali þar sem hann segir samkynhneigða óvininn sem eigi að henda út úr kirkjunni.Sjá einnig:Panta sér miða en ætla ekki að mæta Undir liðnum spurt og svarað í útvarpsþættinum Focus on the Family sagði hann að óvininum, samkynhneigð, hefði verið hleypt inn í kirkjur. Hann hefði rætt við kristna kollega sína sem lýstu fyrir honum hvernig samkynhneigðum börnum hefði verið boðið í kirkjuna og inn á heimili í þeirri von að hægt væri að hafa áhrif á kynhneigð þeirra. „Ég hugsaði með sjálfum mér, þeim tekst ekki að hafa nein áhrif á krakkana. Krakkarnir munu hins vegar hafa áhrif á foreldra barnanna,“ sagði Graham.Hægt er að hlusta á ummæli Graham hér að neðan.Bætti hann við að þó að kristnir telji sig geta barist gegn samkynhneigð með bros á vör þá yrði fólk að skilja hver óvinurinn væri og hvað hann ætlaði sér. Samkynhneigðir ætli að taka yfir heimilin og þjóðina. „Við verðum að passa í hvaða félagsskap börnin okkar eru.“Fréttatilkynning fjarlægð af vef Þjóðkirkjunnar Uppi varð fótur og fit árið 2013 þegar út spurðist að Graham væri á leið til Íslands á vegum kristinna samtaka hér á landi. Var hann gestur á svonefndri Hátíð vonar og birti Þjóðkirkjan tilkynningu um komu Graham til landsins á heimasíðu sinni.Sjá einnig:Graham hrósar Vladímír Pútín Í kjölfarið braust út mikil reiði hjá stórum hluta samfélagsins sem taldi Þjóðkirkjuna ekki eiga að koma að heimsókn Graham. Baðst Þjóðkirkjan afsökunar á því að hafa birt tilkynninguna og ítrekaði afstöðu sína til samkynhneigðra. Hins vegar dró Þjóðkirkjan ekki til baka stuðning sinn við hátíðina. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var einn þeirra sem ávarpaði hátíðina í Laugardalshöll. Graham kom engu að síður til landsins og flutti erindi í Laugardalshöll við mikla hrifningu hátíðargesta. Uppselt var á hátíðina en reyndar var aðgangur ókeypis. Erindi Graham má sjá hér að neðan.Vill vita hvort biskup og félagar séu stolt Páll Óskar hvetur vini sína á Facebook til þess að senda nýleg ummæli Graham áfram á biskup Íslands „eða einhverja aðra grúppíu hans úr þjóðkirkjunni. Hann vilji vita hvort þau séu stolt af því að hafa varið komu Graham til landsins.Þessi gaur var aðal stjarnan á "Hátìð vonar" ì Höllini 2013. Er einhver hèrna sem þekkir biskup Ìslands, eða einhverja a...Posted by Páll Óskar on Tuesday, January 26, 2016Graham sótti biskup heim á Biskupsstofu í tengslum við hátíðina. Þar gerði hún Graham grein fyrir afstöðu þjóðkirkjunnar til samkynhneigðra. „Á fundinum gerði ég honum grein fyrir stöðu þjóðkirkjunnar sem starfar um land allt, er opin öllum landsmönnum og þjónar öllum,“ skrifaði biskup í pistli, sem sagði Graham jafnframt að kirkjan hafi tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og réttindabaráttu þeirra. Pistil biskups eftir heimsókn Graham má sjá hér að neðan.Í dag kom Franklin Graham, ásamt fylgdarliði, í heimsókn til mín á Biskupsstofu. Hann sagði mér frá starfi sínu og Billy...Posted by Biskup Íslands on Thursday, September 26, 2013 Tengdar fréttir „Ég sagði honum frá afstöðu þjóðkirkjunnar til samkynhneigðra“ Umdeildi predikarinn Franklin Graham er kominn til landsins og heimsótti hann biskup Íslands í dag. 26. september 2013 20:32 Boðað til mótmæla vegna komu Franklins Graham "Ekki í takt við boðskap hátíðarinnar,“ segir forsvarsmaður mótmælanna. 30. ágúst 2013 19:13 Gangbraut í litum samkynhneigðra við Laugardalshöll Gangbraut við Laugardalshöll er óvenju litrík um þessar mundir. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa fest niður planka í litum regnbogans og munu plankarnir vera á gangbrautinni til frambúðar. 27. september 2013 16:36 Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar "Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. 27. september 2013 07:00 Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Samtökin "78 undrast ákvörðun biskups Íslands að halda erindi á Hátíð vonar. Formaður Félags múslíma á Íslandi segist virða skoðanir þeirra sem vilja sækja hátíðina, en persónulega vilji hann helst ekki vera í sama húsi og Franklin Graham. 29. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
„Málflutningur þessa manns er hreint mannhatur. Ógeðslegasta birtingarmynd skipulagðra trúarbragða,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson um nýjasta útspil Íslandsvinarins Franklin Graham. Graham, sem starfrækir eigin kristniboðssamtök og er vel þekktur fyrir afstöðu sína til samkynhneigðra, steig skrefi lengra í nýlegu viðtali þar sem hann segir samkynhneigða óvininn sem eigi að henda út úr kirkjunni.Sjá einnig:Panta sér miða en ætla ekki að mæta Undir liðnum spurt og svarað í útvarpsþættinum Focus on the Family sagði hann að óvininum, samkynhneigð, hefði verið hleypt inn í kirkjur. Hann hefði rætt við kristna kollega sína sem lýstu fyrir honum hvernig samkynhneigðum börnum hefði verið boðið í kirkjuna og inn á heimili í þeirri von að hægt væri að hafa áhrif á kynhneigð þeirra. „Ég hugsaði með sjálfum mér, þeim tekst ekki að hafa nein áhrif á krakkana. Krakkarnir munu hins vegar hafa áhrif á foreldra barnanna,“ sagði Graham.Hægt er að hlusta á ummæli Graham hér að neðan.Bætti hann við að þó að kristnir telji sig geta barist gegn samkynhneigð með bros á vör þá yrði fólk að skilja hver óvinurinn væri og hvað hann ætlaði sér. Samkynhneigðir ætli að taka yfir heimilin og þjóðina. „Við verðum að passa í hvaða félagsskap börnin okkar eru.“Fréttatilkynning fjarlægð af vef Þjóðkirkjunnar Uppi varð fótur og fit árið 2013 þegar út spurðist að Graham væri á leið til Íslands á vegum kristinna samtaka hér á landi. Var hann gestur á svonefndri Hátíð vonar og birti Þjóðkirkjan tilkynningu um komu Graham til landsins á heimasíðu sinni.Sjá einnig:Graham hrósar Vladímír Pútín Í kjölfarið braust út mikil reiði hjá stórum hluta samfélagsins sem taldi Þjóðkirkjuna ekki eiga að koma að heimsókn Graham. Baðst Þjóðkirkjan afsökunar á því að hafa birt tilkynninguna og ítrekaði afstöðu sína til samkynhneigðra. Hins vegar dró Þjóðkirkjan ekki til baka stuðning sinn við hátíðina. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, var einn þeirra sem ávarpaði hátíðina í Laugardalshöll. Graham kom engu að síður til landsins og flutti erindi í Laugardalshöll við mikla hrifningu hátíðargesta. Uppselt var á hátíðina en reyndar var aðgangur ókeypis. Erindi Graham má sjá hér að neðan.Vill vita hvort biskup og félagar séu stolt Páll Óskar hvetur vini sína á Facebook til þess að senda nýleg ummæli Graham áfram á biskup Íslands „eða einhverja aðra grúppíu hans úr þjóðkirkjunni. Hann vilji vita hvort þau séu stolt af því að hafa varið komu Graham til landsins.Þessi gaur var aðal stjarnan á "Hátìð vonar" ì Höllini 2013. Er einhver hèrna sem þekkir biskup Ìslands, eða einhverja a...Posted by Páll Óskar on Tuesday, January 26, 2016Graham sótti biskup heim á Biskupsstofu í tengslum við hátíðina. Þar gerði hún Graham grein fyrir afstöðu þjóðkirkjunnar til samkynhneigðra. „Á fundinum gerði ég honum grein fyrir stöðu þjóðkirkjunnar sem starfar um land allt, er opin öllum landsmönnum og þjónar öllum,“ skrifaði biskup í pistli, sem sagði Graham jafnframt að kirkjan hafi tekið skýra afstöðu með samkynhneigðum og réttindabaráttu þeirra. Pistil biskups eftir heimsókn Graham má sjá hér að neðan.Í dag kom Franklin Graham, ásamt fylgdarliði, í heimsókn til mín á Biskupsstofu. Hann sagði mér frá starfi sínu og Billy...Posted by Biskup Íslands on Thursday, September 26, 2013
Tengdar fréttir „Ég sagði honum frá afstöðu þjóðkirkjunnar til samkynhneigðra“ Umdeildi predikarinn Franklin Graham er kominn til landsins og heimsótti hann biskup Íslands í dag. 26. september 2013 20:32 Boðað til mótmæla vegna komu Franklins Graham "Ekki í takt við boðskap hátíðarinnar,“ segir forsvarsmaður mótmælanna. 30. ágúst 2013 19:13 Gangbraut í litum samkynhneigðra við Laugardalshöll Gangbraut við Laugardalshöll er óvenju litrík um þessar mundir. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa fest niður planka í litum regnbogans og munu plankarnir vera á gangbrautinni til frambúðar. 27. september 2013 16:36 Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar "Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. 27. september 2013 07:00 Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Samtökin "78 undrast ákvörðun biskups Íslands að halda erindi á Hátíð vonar. Formaður Félags múslíma á Íslandi segist virða skoðanir þeirra sem vilja sækja hátíðina, en persónulega vilji hann helst ekki vera í sama húsi og Franklin Graham. 29. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
„Ég sagði honum frá afstöðu þjóðkirkjunnar til samkynhneigðra“ Umdeildi predikarinn Franklin Graham er kominn til landsins og heimsótti hann biskup Íslands í dag. 26. september 2013 20:32
Boðað til mótmæla vegna komu Franklins Graham "Ekki í takt við boðskap hátíðarinnar,“ segir forsvarsmaður mótmælanna. 30. ágúst 2013 19:13
Gangbraut í litum samkynhneigðra við Laugardalshöll Gangbraut við Laugardalshöll er óvenju litrík um þessar mundir. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa fest niður planka í litum regnbogans og munu plankarnir vera á gangbrautinni til frambúðar. 27. september 2013 16:36
Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar "Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar. 27. september 2013 07:00
Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Samtökin "78 undrast ákvörðun biskups Íslands að halda erindi á Hátíð vonar. Formaður Félags múslíma á Íslandi segist virða skoðanir þeirra sem vilja sækja hátíðina, en persónulega vilji hann helst ekki vera í sama húsi og Franklin Graham. 29. ágúst 2013 09:00