Erlent

Breska utanríkisráðneytið varar ferðalanga við hryðjuverkaógn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá öryggisgæslu í Lyon.
Frá öryggisgæslu í Lyon. vísir/epa
Yfirvöld í Bretlandi sendu í dag frá sér viðvörun til fólks sem hefur í hyggju að ferðast á Evrópumótið í Frakklandi. Fólk er beðið um að hafa varan á vegna mögulegra hryðjuverka. Fjallað er um málið af AFP.

Viðvörun kemur degi eftir að tilkynnt var um að franskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Úkraínu með sprengiefni og vopn. Hann hafði ætlað að leggja til atlögu á meðan mótið stendur yfir.

„Á meðan Evrópumótinu stendur eru leikvangar, „fanzone“, útiskjáir, almenningsgarðar, lestir og aðrar samgöngur skotmörk mögulegra hryðjuverkamanna,“ segir í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu.

Ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands hafa bent á að líklegra sé að verkfölll gætu haft áhrif á mótið. Lestarstarfsmenn hafa hótað verkföllum og þá gæti verkfall ruslakarla í St. Etienne haft áhrif á leik Portúgals og Íslands.

Verkalýðsfélögum hafa verið boðnir betri samningar en þeim hefur hingað til verið hafnað. „Það mun koma tími til að binda enda á verkfallið en ekki fyrr en við erum sátt við niðurstöðuna,“ segir leiðtogi eins stærsta verkalýðsfélags landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×