Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigri á Liechtenstein og faðir hans Arnór Guðjohnsen skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta A-landsleik sínum í október árið 1997.
Leikurinn í gærkvöldi var vináttulandsleikur og síðasta leikur Íslands fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Síðasti leikur Arnórs var í lokaleikur Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar sem fór fram í Frakklandi sumarið á eftir.
Arnór Guðjohnsen var fyrirliði íslenska liðsins og var inná vellinum þar til að hann fékk heiðursskiptingu á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur á móti inná sem varamaður í hálfleik
Arnór Guðjohnsen skoraði reyndar þriðja mark leiksins á 66. mínútu en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði aftur á móti fjórða mark leiksins á 82. mínútu.
Eiður Smári Guðjohnsen var þarna að spila sinn 44. Landsleik á Laugardalsvellinum og var jafnframt að skora sitt sextánda mark á þjóðarleikvanginum.
Arnór Guðjohnsen lék á sínum tíma 35 landsleiki á Laugardalsvellinum og skoraði í þeim 11 mörk þar á meðal fernu á stórsigri á Tyrkjum sumarið 1991.
Eiður Smári Guðjohnsen mun þó ekki spila síðasta leikinn sinn á Laugardalsvellinum því hann mun vonandi getað hjálpað íslenska liðinu að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Frakklandi.
Hér fyrir neðan má sjá úrklippur úr DV og Morgunblaðinu frá því þegar Arnór kvaddi íslenska A-landsliðið fyrir að verða 19 árum síðan.



