Kampavínsklúbbur opnaður í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2016 06:00 Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og herma heimildir Fréttablaðsins að inni séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira