Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2016 15:15 Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00