Tveir efstir fyrir lokahringinn á Hawaii 17. janúar 2016 12:37 Zac Blair eltir sinn fyrsta sigur á Hawaii. Getty Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer á Hawaii en tveir kylfingar deila efsta sætinu á 16 undir pari. Það eru þeir Brandt Snedeker og hinn ungi Zac Blair en Blair freistar þess að sigra á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Hann þarf þá að sýna stáltaugar á lokahringnum þar sem Snedeker virðist vera í frábæri formi en þessi reynslumikli Bandaríkjamaður hefur leikið vel undanfarið til dæmis aðeins fengið tvo skolla á síðustu fimm hringjum sínum á mótaröðinni. Kevin Kisner kemur einn í þriðja sæti á 15 undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim á einnig séns á titlinum í kvöld ef hann leikur vel en hann er einn í fjórða á 14 undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, þarf á kraftaverki að halda ætli hann sér að verja titilinn en hann er jafn í 35. sæti á átta undir pari eftir hringina þrjá. Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Sony Open sem fram fer á Hawaii en tveir kylfingar deila efsta sætinu á 16 undir pari. Það eru þeir Brandt Snedeker og hinn ungi Zac Blair en Blair freistar þess að sigra á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Hann þarf þá að sýna stáltaugar á lokahringnum þar sem Snedeker virðist vera í frábæri formi en þessi reynslumikli Bandaríkjamaður hefur leikið vel undanfarið til dæmis aðeins fengið tvo skolla á síðustu fimm hringjum sínum á mótaröðinni. Kevin Kisner kemur einn í þriðja sæti á 15 undir pari og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim á einnig séns á titlinum í kvöld ef hann leikur vel en hann er einn í fjórða á 14 undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, þarf á kraftaverki að halda ætli hann sér að verja titilinn en hann er jafn í 35. sæti á átta undir pari eftir hringina þrjá. Bein útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira