Menning

Undrabarnið Joey Alexander

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hann hefur spilað fyrir Bandaríkjaforseta, þessi ungi maður, Joey Alexander.
Hann hefur spilað fyrir Bandaríkjaforseta, þessi ungi maður, Joey Alexander. Mynd/NordicPhotos/Getty
Joey Alexander er tólf ára indónesískur drengur sem er algert undrabarn þegar kemur að djassleik á píanó.

Hann er einn þeirra sem tilnefndir eru til Grammy-verðlauna fyrir djass og er yngsti einstaklingur heims sem hefur hlotið þann heiður. Tilefnið er platan My Favorite Things sem kom út í maí á síðasta ári, þegar Alexander var bara 11 ára gamall.

Þegar Joey Alexander var sex ára fór hann að læra á píanó einn og sjálfur. Vegna þess hversu lítinn aðgang hann hafði að kennslu þar sem hann ólst upp æfði hann með þekktum djassistum á Balí og í Djakarta. Þegar hann var níu ára vann hann til aðalverðlauna á Grand Prix Master-Jam Fest sem haldin var í Úkraínu. Þátttakendur voru 43, frá sautján löndum og á öllum aldri.

Fjölskylda Joey Alexanders flutti til New York árið 2014. Þar hefur hann vakið athygli og meðal annars spilað fyrir Bill Clinton og á tónlistarhátíðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.