Íslamska ríkið hefur komið vígamönnum fyrir meðal flóttafólks. Þannig hafi þeir komist til Evrópu. Hans-Georg Maassen, yfirmaður leyniþjónustu Þýskalands BfV, sagði þetta margsinnis hafa gerst og að verið væri að vinna að leiðum til að bera kennsl á þá.
„Við höfum margsinnis séð að hryðjuverkamenn hafa komist inn dulbúnir meðal flóttafólks. Þetta er raunveruleikinn sem öryggisstofnanir þurfa að eiga við,“ er haft eftir Maassen á vef Reuters.
Þjóðverjar eru sagðir hafa fengið rúmlega hundrað ábendingar um að vígamenn væru meðal flóttafólks í Þýskalandi. Fyrr í vikunni voru tveir menn frá Norður-Afríku handteknir í Þýskalandi, grunaðir um aðild að Íslamska ríkinu og skipuleggja hryðjuverk. Þeir bjuggu í skýlum fyrir flóttafólk.
Samkvæmt Reuters óttast Þjóðverjar hryðjuverkaárásir en Maassen hvatti þó til stillingar.
„Við búum við alvarlegt ástand og hættan á árás er töluverð. Öryggisstofnanir, leyniþjónustur og lögregla fylgjast grannt með og við drögum úr hættunni eins vel og við mögulega getum.“
Vígamenn ISIS sagðir leynast meðal flóttafólks

Tengdar fréttir

Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu
Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands.

Handteknir í Þýskalandi vegna tengsla við ISIS
Þrír menn og ein kona bjuggu meðal flóttafólks og eru sögð hafa skipulagt hryðjuverk.