Valdís Þóra í aðgerð og verður frá keppni næstu vikurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 13:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. vísir/gva Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, verður frá keppni næstu vikurnar vegna aðgerðar á þumalfingri. Valdís Þóra, sem varð Íslandsmeistari í höggleik 2009 og aftur 2012, hefur glímt við meiðsli í þumalfingri undanfarin misseri og hafa þau háð henni á æfingum og í keppni. Þetta kemur fram á Golf.is. Eftir úrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina í desember var ákvörðun tekin um að ekki væri hægt að bíða með aðgerðina lengur. Valdís Þóra, leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access, og mun hún hefja leik á þeirri mótaröð í apríl. „Síðastliðin tæp tvö ár hef ég fundið mikið til í vinstri þumlinum af og til og í september kom undarlegur smellur í þumalinn þegar eg var að æfa á Spáni sem gerði mér erfitt með að halda á kylfunni vegna sársauka,“ segir Valdís Þóra um meiðslin í ítarlegri færslu á Facebook sem má lesa í heild sinni hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, verður frá keppni næstu vikurnar vegna aðgerðar á þumalfingri. Valdís Þóra, sem varð Íslandsmeistari í höggleik 2009 og aftur 2012, hefur glímt við meiðsli í þumalfingri undanfarin misseri og hafa þau háð henni á æfingum og í keppni. Þetta kemur fram á Golf.is. Eftir úrtökumótið fyrir LET-Evrópumótaröðina í desember var ákvörðun tekin um að ekki væri hægt að bíða með aðgerðina lengur. Valdís Þóra, leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access, og mun hún hefja leik á þeirri mótaröð í apríl. „Síðastliðin tæp tvö ár hef ég fundið mikið til í vinstri þumlinum af og til og í september kom undarlegur smellur í þumalinn þegar eg var að æfa á Spáni sem gerði mér erfitt með að halda á kylfunni vegna sársauka,“ segir Valdís Þóra um meiðslin í ítarlegri færslu á Facebook sem má lesa í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira