Erlent

Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo

Atli Ísleifsson skrifar
Í myndbandinu eru bara sýndar myndir úr vestari hluta borgarinnar.
Í myndbandinu eru bara sýndar myndir úr vestari hluta borgarinnar.
Ferðamálaráðuneyti Sýrlands hefur birt myndband sem ætlað er að lokka ferðamenn til stórborgarinnar Aleppo. Íbúar borgarinnar hafa þurft að þola linnulaust stríð síðustu ár og eru loftárásir þar daglegt brauð.

Á myndbandinu, sem nefnist nefnist „Aleppo: Will of Life“, er sýnt frá fallegum almenningsgörðum, háskóla borgarinnar, Tawheed moskunni og hótelbyggingum með útisundlaugum í vesturhluta borgarinnar sem stjórnarherinn ræður yfir. Stærstur hluti austari hluta borgarinnar og fjölda úthverfa eru hins vegar sundursprengd eftir hörmungar síðustu ára.

Lagið úr þáttunum Game of Thrones er svo spilað undir í myndbandinu, en sjá má myndbandið að neðan.

Ekki er langt síðan ráðuneytið birti myndband af fallegum baðströndum í Sýrlandi í tilraun til að fá fleiri ferðamenn til landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×