Erlent

David Attenborough um Donald Trump: „Við gætum skotið hann“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Attenborough er nú að kynna nýja þáttaröð sína, Planet Earth 2, sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.
Attenborough er nú að kynna nýja þáttaröð sína, Planet Earth 2, sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Vísir/EPA
Svo virðist sem half heimsbyggðin hafi viðrað skoðun sína á forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump. Sjónvarpsmaðurinn dáði David Attenborough hefur nú bæst í hópinn.

Attenborugh var í viðtali við Radio Times spurður hvernig hægt væri að leysa vandamál líkt og Trump. Svar hans var einfalt: „Við gætum skotið hann.“ 

Hann benti á að breskur almenningur geti ekki með nokkru móti haft áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og þyrfti að sætta sig við hvað Bandaríkjamenn velja.

„Við gætum skotið hann, það er ekki slæm hugmynd,“ sagði hann þá og hló.

Attenborough fór yfir víðan völl í viðtalinu, sem var til að kynna þáttaröðina Planet Earth 2 sem kemur út um helgina og beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×