Enski boltinn

Nóvember er martraðarmánuður Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Næstu 30 dagar geta haft mikil áhrif á titilmöguleika Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Arsene Wenger hefur nóvember alltaf verið lélegasti mánuður liðsins. Þá fær liðið aðeins 1,59 stig að meðaltali í leik.

Síðan Wenger tók við árið 1996 hefur Arsenal aðeins unnið 36 af 78 leikjum sínum í nóvember.

Til samanburðar má nefna að Arsenal er með 2,18 stig að meðaltali í leikjum sínum í mars undir stjórn Wenger og september og október hafa gefið 2,14 og 2,15 stig að meðaltali.

Þetta er klárlega staðreynd sem Wenger er meðvitaður um og hann þarf að laga þetta ef Arsenal ætlar sér alla leið í vetur.

Leikir Arsenal í nóvember:

1. nóv: Ludogorets - Arsenal (Meistaradeildin)

6. nóv: Arsenal - Tottenham (Úrvalsdeildin)

19. nóv: Man. Utd - Arsenal (Úrvalsdeildin)

23. nóv: Arsenal - PSG (Meistaradeildin)

27. nóv: Arsenal - Bournemouth (Úrvalsdeildin)

30. nóv: Arsenal - Southampton (Deildabikarinn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×