Lífið

Blóðugt myndband við nýjasta lag Sigur Rósar krefst fullrar einbeitingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Stillur úr myndbandinu.
Stillur úr myndbandinu. Vísir/YouTube
Sigur Rós hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Óveður sem er fyrsta útgáfa sveitarinnar frá árinu 2013. Leikstjóri myndbandsins er Jonas Åkerlund en það var tekið upp í Grindavík. Í myndbandinu leikur danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir ásamt því að meðlimum hljómsveitarinnar bregður fyrir. Klippingin í myndbandinu er afar hröð á köflum og ansi margt í gangi þannig að ef áhorfandinn blikkar auga gæti hann misst af nokkrum áhugaverðum römmum.

Þjóðvegi eitt, 24 klukkustunda hægvarpi Sigur Rósar um Ísland í samstarfi við RÚV og Rás 2 lauk á tíunda tímanum í kvöld en nú þegar hafa rúmlega hálf milljón manns fylgst með beinni útsendingu þess á netinu. Kom lagið Óveður um leið og hægvarpinu lauk. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.