Pólitíkus í farsa á stóra sviðinu Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 12:00 Ilmur mun fara rétt með að vera í leikhúsinu ásamt því að vera formaðurVelferðarráðs. Ilmur Kristjánsdóttir hefur lengi vel verið þekktust fyrir störf sín sem leikkona en hún hefur seinustu tvö ár sinnt starfi varaborgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári en nú hefur hún tekið að sér hlutverk í sýningu hjá Borgarleikhúsinu samhliða borgarstjórnarstörfunum. Eftir áramót mun hún leika í gamanleik hjá leikhúsinu en mikil leynd hvílir yfir verkinu og leikstjóra þess. „Ég er ekki í fullu starfi svo að þegar mér var boðið þetta hlutverk ákvað ég að taka því eftir samræðu við samstarfsfólk mitt. Ég verð að sinna formannsstarfinu samhliða æfingaferlinu svo að það verður mikið að gera þessa tvo mánuði.“ Ilmur virtist ekki stressuð yfir auknu vinnuálagi sem mun fylgja því að starfa bæði í pólitík og leikhúsi. „Æfingarnar hefjast í lok janúar á næsta ári og munu standa yfir í tvo mánuði. Svo verða sýningarnar auðvitað bara á kvöldin í kjölfarið svo að mesta álagið verður yfir æfingatímann og ég er með gott stuðningsnet á bak við mig svo þetta ætti ekki að verða neitt stórmál.“ Leiklistin og varaborgarfulltrúarstarfið eru tvö mjög ólík hlutverk en Ilmur er viss um að þau eigi vel saman. „Ég tek starfi mínu sem formaður velferðarráðs mjög alvarlega og ég hef alltaf sinnt því hundrað prósent. Það er í raun draumastaða að geta unnið við þetta í bland við leiklistina. Ég bæti á sköpunarkraftstankinn sem ég nýti mér í velferðarráðsstarfið. Svo verður þetta líka skemmtileg tilbreyting þar sem ég hef alltaf verið í þyngri hlutverkum í leikhúsi svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Ilmur hefur verið starfandi sem varaborgarfulltrúi í tvö ár en inn á milli hefur hún verið í barneignarleyfi ásamt því að leika í Ófærð. Seinasta sumar var hún kjörin formaður velferðarráðs og því er um tvö mjög ólík störf að ræða sem hún kemur til með að sinna á næsta ári. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ilmur Kristjánsdóttir hefur lengi vel verið þekktust fyrir störf sín sem leikkona en hún hefur seinustu tvö ár sinnt starfi varaborgarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hún var kjörin formaður velferðarráðs fyrir einu ári en nú hefur hún tekið að sér hlutverk í sýningu hjá Borgarleikhúsinu samhliða borgarstjórnarstörfunum. Eftir áramót mun hún leika í gamanleik hjá leikhúsinu en mikil leynd hvílir yfir verkinu og leikstjóra þess. „Ég er ekki í fullu starfi svo að þegar mér var boðið þetta hlutverk ákvað ég að taka því eftir samræðu við samstarfsfólk mitt. Ég verð að sinna formannsstarfinu samhliða æfingaferlinu svo að það verður mikið að gera þessa tvo mánuði.“ Ilmur virtist ekki stressuð yfir auknu vinnuálagi sem mun fylgja því að starfa bæði í pólitík og leikhúsi. „Æfingarnar hefjast í lok janúar á næsta ári og munu standa yfir í tvo mánuði. Svo verða sýningarnar auðvitað bara á kvöldin í kjölfarið svo að mesta álagið verður yfir æfingatímann og ég er með gott stuðningsnet á bak við mig svo þetta ætti ekki að verða neitt stórmál.“ Leiklistin og varaborgarfulltrúarstarfið eru tvö mjög ólík hlutverk en Ilmur er viss um að þau eigi vel saman. „Ég tek starfi mínu sem formaður velferðarráðs mjög alvarlega og ég hef alltaf sinnt því hundrað prósent. Það er í raun draumastaða að geta unnið við þetta í bland við leiklistina. Ég bæti á sköpunarkraftstankinn sem ég nýti mér í velferðarráðsstarfið. Svo verður þetta líka skemmtileg tilbreyting þar sem ég hef alltaf verið í þyngri hlutverkum í leikhúsi svo ég er mjög spennt fyrir þessu.“ Ilmur hefur verið starfandi sem varaborgarfulltrúi í tvö ár en inn á milli hefur hún verið í barneignarleyfi ásamt því að leika í Ófærð. Seinasta sumar var hún kjörin formaður velferðarráðs og því er um tvö mjög ólík störf að ræða sem hún kemur til með að sinna á næsta ári.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira