Innlent

Skoðanakönnun um uppnámið vegna Þjóðhátíðar í Eyjum

Jakob Bjarnar skrifar
Páley ætlar ekki að gefa sig og málið er því í hnút.
Páley ætlar ekki að gefa sig og málið er því í hnút.
Mál málanna er ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Eyjum þess efnis að vilja bíða með að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð.

Málið er ákaflega umdeilt en fjölmargir skemmtikraftar hafa sagst ætla að draga sig út úr áður auglýstri dagskrá ef Páley breytir ekki um kúrs í málinu. Páley hefur hins vegar sagt að hún vilji halda sig við ákvörðunina. Eyjamenn telja sig að einhverju leyti hafa mætt kröfum skemmtikraftanna með að bjóða Stígamótum og Neyðarmóttöku á hátíðina, en krafan snérist ekki um það. Ekki hefur enn tekist að ná í forsprakka tónlistarmannanna til að inna þá eftir því hver staða málsins er nú, út frá þeirra bæjardyrum.

Fólk virðist skiptast mjög í tvö horn; þeir sem telja vert að lögregluembættið í Eyjum veiti upplýsingar um slíkt strax næsta dag, þegar lögregluskýrsla liggur fyrir eða ekki. Um það snýst þetta mál.

Vísir efnir hér með til skoðanakönnunar um þetta hitamál og verður forvitnilegt að fá mælingu á því. Auðvelt er að taka þátt, ekki þarf annað en smella á annað hvort „já“ eða „nei“ í meðfylgjandi könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×