Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. júlí 2016 07:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, þvertekur fyrir það að vera andvígur tjáningarfrelsinu. Vísir/EPA Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira