Erlent

Rússneski sendiherrann borinn til grafar

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði rauðar rósir við kistu Karlov.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði rauðar rósir við kistu Karlov. Vísir/AFP
Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi sem skotinn var til bana í Ankara á mánudag, var borinn til grafar í dag.

Ráðherrar, embættismenn í utanríkisþjónustu Rússlands, fjölskylda og vinir Karlov voru viðstaddir sérstaka minningarathöfn í Moskvu.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði rauðar rósir við kistu Karlov, sagði nokkur orð við ekkju Karlov en yfirgaf síðan athöfnina án þess að ræða við fjölmiðla.

Síðar var haldin sérstök messa í dómkirkju borgarinnar áður en sendiherrann var kvaddur að hersið og síðar borinn til grafar í kirkjugarði í norðurhluta borgarinnar.

Karlov starfaði í Norður- og Suður-Kóreu á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum þessarar aldar en tók til starfa sem sendiherra Rússlands í Tyrklandi árið 2013.

Hann var myrtur af ungum tyrkneskum lögregumanni á frívakt á listasýningu á mánudag. Maðurinn var síðar skotinn til bana af lögreglu.


Tengdar fréttir

Lögregla yfirheyrir fjölskyldu morðingjans

Talsmenn tyrkneskra yfirvalda segja allt benda til þess að morðingi rússneska sendiherrans hafi haft tengsl við hreyfingu klerksins Fetullah Gülen.

Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk

Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×