Gylfi: Fullkomið að fá Englendingana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 18:56 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með liðsfélögunum í leikslok. Vísir/EPA Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira