Tyrkneski landsliðsmaðurinn Arda Turan er allt annað en sáttur við framgöngu tyrkneskra fjölmiðla á EM.
Þeir hafa farið mikinn í gagnrýni sinni á liðið. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á EM en unnu svo Tékka í gær.
Svo hörð var gagnrýnin hjá fjölmiðlunum að Turan tók hana inn á sig og ekki síst móðir hans.
„Ég reyndi að gráta ekki en móðir mín fór að gráta. Hafið samt ekki áhyggjur. Ég mun láta þá sem stóðu fyrir þessu axla sína ábyrgð,“ sagði Turan reiður.
Þessi magnaði leikmaður Barcelona viðurkennir að vissulega hafi liðið ekki spilað nógu vel í fyrstu leikjunum en það hafi samt ekki verið ástæða fyrir svona mikilli gagnrýni.
„Í lokaleik riðilsins börðumst við fyrir landið og stoltið. Svona getum við spilað.“
Fjölmiðlar grættu móður Turan
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn