EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 08:00 Íslenska liðið á Annecy-le-Vieux. Vísir/EPA Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja „hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. Það starfsfólk sem ég hef kynnst á hótelinu eru tvær konur í afgreiðslunni og svo kokkurinn. Fleiri virðast ekki vinna í afgreiðslunni á hótelinu. Þetta er einlægt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Hinn dæmigerði Frakki þykir ekki vera með sérstaklega mikla þjónustulund og ég hef hitt nokkra sem gera lítið til að kveða niður þá steríótýpu. En Annecy er eins og hótelið. Lítið og vinalegt. Þægilegt. Auðvelt að kynnast öllum staðháttum og auðvelt að komast um. Mjög hentugt þegar maður er að staldra stutt við. Þessi orð eru svo rituð í París, einni mestu stórborg heims. Andstæðurnar við Annecy eru æpandi. Fjölmiðlahópurinn lenti hér fljótlega eftir hádegi og var ekið beinustu leið niður á Stade de France, sem var svo hringsólaður nokkrum sinnum þar til inngangur fjölmiðlamanna fannst eftir mikið höfuðklór. Eftir að blaðamannafundi íslenska liðsins var lokið var haldið niður á hótel. Eða það héldum við. Ökuferðin gekk þokkalega. Við vissum að við vorum við hliðina á Moulin Rouge og þegar við keyrðum fram hjá þeim sögufræga stað vorum við komnir. Eða hvað? Áfram keyrðum við. Hring eftir hring eftir hring. Rútubílstjórinn hafði villst. Aftur. Misskilningur á götuheitum olli því að við þurftum ekki að gera annað en að fara úr rútunni við Moulin Rouge, labba nokkra metra og þá vorum við komnir á hótelið. Þetta hefði auðvitað aldrei gerst í Annecy, þar sem allt er nánast í göngufæri og innfæddir öllum hnútum kunnugir. Aron Einar Gunnarsson sagði einmitt á blaðamannafundinum í gær að Eiður Smári Guðjohnsen hefði sagt eftir komuna til Annecy frá Marseille að nú liði honum eins og hann væri kominn aftur heim. Ég er hjartanlega sammála og hlakka til að hitta aftur vinalegu konuna á hótelinu í Annecy, sem kvaddi okkur með þessum einföldu skilaboðum: „Sjáumst á fimmtudaginn!“ Auðvitað er enginn okkar að fara heim til Íslands á morgun. Við klárum Austurríki í kvöld og og förum aftur heim, til Annecy, á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00 EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
EM dagbók: Ég hafði engan eins og Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 10. júní 2016 07:00
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
EM dagbók: Fagmennskan lekur af Lars Lagerbäck Laun sænska þjálfarans eru í milljónum króna á mánuði enda sjá allir hvers vegna. 13. júní 2016 08:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Portkonur með tískuvit? Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 16. júní 2016 08:00
EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00