Allt fyrir bankana – alltaf! skjóðan skrifar 22. júní 2016 08:51 Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana. Skjóðan Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana.
Skjóðan Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira