Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Jakob Þorsteinsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar