Landvernd heggur í það sem hún hlífa skyldi Halldór Kvaran skrifar 22. júní 2016 07:00 Óbilgjarn málarekstur Landverndar gagnvart ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum sætir furðu. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Sjálfbær rekstur og nýting grænna orkugjafa í hálendismiðstöðinni í Ásgarði vekur sérstaka athygli útlendra gesta sem þangað koma. Öll gisti- og þjónustuhús eru hituð með heitu vatni úr eigin borholu og drykkjarvatn fæst úr eigin borholu. Meira að segja er framleidd raforka árið um kring fyrir starfsemina í eigin vatnsaflsvirkjun í 700 metra hæð yfir sjávarmáli! Skipulagsvaldi og heimildum sveitarfélaga til að veita framkvæmdaleyfi á miðhálendinu eru þröngar skorður settar. Framkvæmdir verða að samræmast landskipulagsstefnu, vera í samræmi við aðalskipulag og standast ákvæði laga og reglna um umhverfismál, hollustuhætti og fleira. Framkvæmdaáform Fannborgar ehf. í Ásgarði fóru í gegnum allt þetta ferli. Nýtt móttökuhús með gistiálmu var líka kynnt almenningi á þann hátt sem skipulagslög mæla fyrir um. Framkvæmdin eykur sjálfbærni ferðaþjónustunnar og ætti því að falla samtökum á borð við Landvernd vel í geð. Nei, Landvernd vill frekar hafa mörg gömul hús sem mjög dýrt er að kynda og halda við. Fannborg ætlar hins vegar að farga flestum smáhýsunum og reisa í staðinn fallega, samfellda byggingu úr timbri á tveimur hæðum þar sem unnt er að veita þá þjónustu sem gestir óska eftir að fá. Formaður Landverndar skýlir sér á bak við álit Ferðamálastofu sem í umsagnarferli vildi að Skipulagsstofnun íhugaði að láta meta umhverfisáhrif fyrsta áfangans. Hinir sex umsagnaraðilarnir töldu ekki þörf á því og Skipulagsstofnun komst að sömu niðurstöðu eftir að hafa haft málið til meðferðar í tíu vikur. Þetta nefnir formaðurinn ekki einu orði. Auðvitað ekki, tilgangurinn helgar meðalið! Ómaksins vert er að nefna að ferðaþjónustan í Ásgarði er ekki á víðerni í skilningi náttúruverndarlaga. Hún er á stað sem er deiliskipulagður fyrir starfsemi eins og þar er rekin, meira en fimm kílómetrum frá hverasvæðunum, helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla. Nýja húsið breytir ekki öðru en því að góð þjónusta verður betri, sjálfbær rekstur sjálfbærari og forsendur skapast fyrir heilsársrekstri. Aðstandendur Fannborgar, sem á og rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, hafa lagt sig sérstaklega eftir því að umgangast náttúruperluna eins og hún á skilið og verja hana ágangi. Það er gert í umboði almennings og náttúrunnar sjálfrar. Formaður Landverndar lætur gjarnan í það skína að Fannborg vilji ráðskast með þjóðlenduna Kerlingarfjöll eins og hún eigi þau. Þá sér hann sérstaka ástæðu til að nefna í blaðagrein að það sé „alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað“.Staðfestir raunverulega landvernd Að Landvernd veitist þannig að Hrunamannahreppi er býsna sérstakt, einkum og sér í lagi í ljósi þess að umhverfisráðherra staðfestir fljótlega friðlýsingu Kerlingarfjalla ásamt sveitarfélögum sem hafa forræði svæðisins, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfestingin jafngildir yfirlýsingu um raunverulega landvernd. Hrunamannahreppur átti frumkvæðið og nýtur heilshugar stuðnings Fannborgar. Landvernd hefur skapað sér hrokafulla og öfgakennda ímynd í seinni tíð. Samtökin ráða auðvitað vegferð sinni sjálf en það stendur upp á þau að svara því hvernig bregðast skuli við hraðvaxandi ferðamannastraumi á hálendinu og tilheyrandi ágangi á viðkvæmum náttúrusvæðum ef hvorki má gera vegslóða sæmilega ökufæra né byggja upp á helstu áningarstöðum? Illfærir hálendisslóðar stuðla að utanvegaakstri þegar ökumenn krækja fyrir dældir og skvompur. Eigendur nýjustu fólksflutningabíla, sem eyða mun minna eldsneyti en eldri bílar, halda rútum sínum frá hálendisleiðum til að verja þau skemmdum. Eðlilega. Landvernd vill óbreytt ástand og illfæra slóða. Er það í þágu „landverndar“? Það verður að segjast að í því máli, sem ég þekki best, hefur Landvernd hvað eftir annað verið staðin að slælegum og óvönduðum vinnubrögðum. Málflutningur samtakanna getur þannig verið beinlínis skaðlegur í baráttu fyrir verndun og nýtingu hálendisins í sátt við náttúruna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Óbilgjarn málarekstur Landverndar gagnvart ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum sætir furðu. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Sjálfbær rekstur og nýting grænna orkugjafa í hálendismiðstöðinni í Ásgarði vekur sérstaka athygli útlendra gesta sem þangað koma. Öll gisti- og þjónustuhús eru hituð með heitu vatni úr eigin borholu og drykkjarvatn fæst úr eigin borholu. Meira að segja er framleidd raforka árið um kring fyrir starfsemina í eigin vatnsaflsvirkjun í 700 metra hæð yfir sjávarmáli! Skipulagsvaldi og heimildum sveitarfélaga til að veita framkvæmdaleyfi á miðhálendinu eru þröngar skorður settar. Framkvæmdir verða að samræmast landskipulagsstefnu, vera í samræmi við aðalskipulag og standast ákvæði laga og reglna um umhverfismál, hollustuhætti og fleira. Framkvæmdaáform Fannborgar ehf. í Ásgarði fóru í gegnum allt þetta ferli. Nýtt móttökuhús með gistiálmu var líka kynnt almenningi á þann hátt sem skipulagslög mæla fyrir um. Framkvæmdin eykur sjálfbærni ferðaþjónustunnar og ætti því að falla samtökum á borð við Landvernd vel í geð. Nei, Landvernd vill frekar hafa mörg gömul hús sem mjög dýrt er að kynda og halda við. Fannborg ætlar hins vegar að farga flestum smáhýsunum og reisa í staðinn fallega, samfellda byggingu úr timbri á tveimur hæðum þar sem unnt er að veita þá þjónustu sem gestir óska eftir að fá. Formaður Landverndar skýlir sér á bak við álit Ferðamálastofu sem í umsagnarferli vildi að Skipulagsstofnun íhugaði að láta meta umhverfisáhrif fyrsta áfangans. Hinir sex umsagnaraðilarnir töldu ekki þörf á því og Skipulagsstofnun komst að sömu niðurstöðu eftir að hafa haft málið til meðferðar í tíu vikur. Þetta nefnir formaðurinn ekki einu orði. Auðvitað ekki, tilgangurinn helgar meðalið! Ómaksins vert er að nefna að ferðaþjónustan í Ásgarði er ekki á víðerni í skilningi náttúruverndarlaga. Hún er á stað sem er deiliskipulagður fyrir starfsemi eins og þar er rekin, meira en fimm kílómetrum frá hverasvæðunum, helsta aðdráttarafli Kerlingarfjalla. Nýja húsið breytir ekki öðru en því að góð þjónusta verður betri, sjálfbær rekstur sjálfbærari og forsendur skapast fyrir heilsársrekstri. Aðstandendur Fannborgar, sem á og rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, hafa lagt sig sérstaklega eftir því að umgangast náttúruperluna eins og hún á skilið og verja hana ágangi. Það er gert í umboði almennings og náttúrunnar sjálfrar. Formaður Landverndar lætur gjarnan í það skína að Fannborg vilji ráðskast með þjóðlenduna Kerlingarfjöll eins og hún eigi þau. Þá sér hann sérstaka ástæðu til að nefna í blaðagrein að það sé „alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað“.Staðfestir raunverulega landvernd Að Landvernd veitist þannig að Hrunamannahreppi er býsna sérstakt, einkum og sér í lagi í ljósi þess að umhverfisráðherra staðfestir fljótlega friðlýsingu Kerlingarfjalla ásamt sveitarfélögum sem hafa forræði svæðisins, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Staðfestingin jafngildir yfirlýsingu um raunverulega landvernd. Hrunamannahreppur átti frumkvæðið og nýtur heilshugar stuðnings Fannborgar. Landvernd hefur skapað sér hrokafulla og öfgakennda ímynd í seinni tíð. Samtökin ráða auðvitað vegferð sinni sjálf en það stendur upp á þau að svara því hvernig bregðast skuli við hraðvaxandi ferðamannastraumi á hálendinu og tilheyrandi ágangi á viðkvæmum náttúrusvæðum ef hvorki má gera vegslóða sæmilega ökufæra né byggja upp á helstu áningarstöðum? Illfærir hálendisslóðar stuðla að utanvegaakstri þegar ökumenn krækja fyrir dældir og skvompur. Eigendur nýjustu fólksflutningabíla, sem eyða mun minna eldsneyti en eldri bílar, halda rútum sínum frá hálendisleiðum til að verja þau skemmdum. Eðlilega. Landvernd vill óbreytt ástand og illfæra slóða. Er það í þágu „landverndar“? Það verður að segjast að í því máli, sem ég þekki best, hefur Landvernd hvað eftir annað verið staðin að slælegum og óvönduðum vinnubrögðum. Málflutningur samtakanna getur þannig verið beinlínis skaðlegur í baráttu fyrir verndun og nýtingu hálendisins í sátt við náttúruna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun