Fjölbreytilegt, alls konar og öðruvísi Heiðdís Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Hefur hnattvæðing og upplýsingaflæði nútímans ekki aukið virðingu okkar fyrir margbreytileikanum? Barbie-dúkkan, sem kom á markaðinn á sjötta áratugnum, með sitt einsleita útlit og óraunhæfa, ofurgranna líkama, hefur löngum sætt gagnrýni sem óheilbrigð fyrirmynd ungra stúlkna. Rannsókn á hvað börnum fannst um hefðbundnu Barbie-dúkkuna í samanburði við dúkku með raunverulegra útlit leiddi í ljós viðbrögð yfirgnæfandi hliðholl þeirri síðarnefndu; „Hún er æði, hún lítur út eins og systir mín; Hún lítur frekar út eins og alvöru manneskja; Lítur út fyrir að vilja hjálpa einhverjum sem líður illa; Þessi gæti verið kennari eða framkvæmdastjóri.“ Um hina var m.a. sagt; „Þessi gæti verið módel, eða alltaf í búðum; Þessi er tískulegri og heldur að hún sé betri en aðrir“. Nú 2016 kemur Barbie í fyrsta skipti fram í fjórum mismunandi líkamsgerðum – sú hefðbundna, og svo há-, lág- og þéttvaxin. Einnig er í boði margs konar húð- og augnlitir, auk fjölbreytilegs hárlitar og hárgerðar; dökkt hörund og afró-hár í bland við vestrænt útlit. Nýja Barbie er nær því að endurspegla fjölbreytnina og fjölmenninguna. Endurspegla „Small-Medium-Large“ í flestum fataverslunum raunveruleikann? Þungir og stórir fá stundum ekki á sig föt, nema í sérverslunum. Kona sem er snillingur á skíðum fær ekki á sig nógu stóran skíðagalla. Hlökkum til þegar flestum fer að að finnast þetta óréttlát mismunun. Sennilega á það eftir að vekja álíka forundran og sú staðreynd að á síðustu öld máttu svertingjar í Bandaríkjunum ekki fara í strætó. Nýverið hefur áttræð kona vakið athygli fyrir að sækja um fyrirsætustarf. „Like“ á fyrirtækið sem réði hana! Yfirleitt er bara ungt fólk fyrirsætur. Hún sagðist hafa sent umsóknina inn í gríni, jafnframt hafi fylgt því ákveðin alvara því meiri fjölbreytni vanti í tískuheiminn. Fólk af öllum stærðum, gerðum og á öllum aldri þarf jú föt. Erum við ekki að átta okkur betur og betur á því að það eru ekki bara þeir sem uppfylla ákveðinn staðal sem mega gera sig gildandi, eða „vera með“; Útlit, stærð, lögun, kyn, kynþáttur, þjóðerni, trúarbrögð, litur, þroski, aldur o.fl. - við festumst stundum í því hefðbundna, sem við erum vön að sjá. Börnin hafa oft tærari sýn á hlutina; Í dýragarði í útlöndum sagði fólkið: „Oj, hvað hann er ljótur og asnalegur!“ um nashyrninginn. Syni mínum ungum sárnaði og fann til með Nasa; „Hann er ekkert ljótur! Hann er eins og hann á að vera og þá er hann fallegur svona!“ Hann leit jú, ekkert út eins og íslenskur hestur eða kú, en... Aukin umræða um matarsóun, leiðir í ljós að mikið af góðri vöru á markaðnum selst ekki vegna smávægilegra „útlitsgalla“. Ekki verða öll epli fallega rauð og fullkomlega kringlótt. Bananaræktendur víða erlendis, geta aðeins selt til verslana banana sem líta eins út; ákveðið sverir, langir og bognir, allt innan ákveðinna viðmiða. Því sem ekki passar er hent. „Við erum haldin útlitsdýrkun á grænmeti eins og öðru“ sagði íslenskur grænmetisbóndi. Gulrætur vaxnar eins og buxur eða krosslagðir fætur – neytendum kann að þykja þær svolítið „ófríðar“, en þær bragðast alveg jafn vel. Grænmetisbændur fagna vaxandi umræðu um matarsóun og gera meira af því að setja á markað „útlitsgallað“ grænmeti; lægra verð, niðurskorið eða unnið á einhvern hátt. Afurðir, sem alla jafna hafa lent í ruslinu. Það kemur að því að við hættum að kalla það „gallað“ og þurfum ekki lengur að „fela það með „niðurskurði“! Gæti ekki mörgum fundist fjölbreytnin skemmtileg? Á fésbókinni nýlega sá ég einmitt einhvern deila mynd af hjartalaga kartöflu og uppskar fjölda broskarla! Að dæma fyrirfram er merking orðsins „fordómar“, en þeir leysast upp með fræðslu og skilningi. Við vissum kannske ekki að ósamhverfir tómatar eða kantaðir sveppir væru til – þeir sjást ekki í búðum. „Svoleiðis viljum við ekki hafa“. Ekki frekar en við sáum einstaklinga með Downs-heilkenni fyrir fáeinum áratugum – þeir voru „á viðeigandi stofnun“. Ekki heldur samkynhneigða – þeir voru „inní skápnum.“ Í heimóttarskap einangrunarinnar óttuðumst við „árans útlendinginn“en við nánari kynni reyndist hann eins og við. Samfélagsmiðlar og nútíminn hafa fært okkur nær alls konar fólki, í margs konar aðstæðum, með ólík trúarbrögð og siði. Væntanlega skerpt á því að það er svo mikið meira sem við eigum sameiginlegt og er líkt með okkur, en það sem skilur okkur að. Minna af „við og svo hinir“, miklu frekar „við öll saman“. Það er eftirtektarvert í þessu samhengi að sl. áramót var fréttaannáll sjónvarpsins ekki aðgreindur í innlendan annál og erlendan! Hverjum hentar einsleitnin, staðlaði ramminn? Raðast það betur í kassann, einfaldara, hagkvæmara? Fyrir hvern? Eigum við að sníða fólkið að kerfinu eða laga kerfið að fjölbreytileikanum? Aukin umræða er um atvinnulífið og aldur – þörf samfélagsins fyrir bæði kraft hins ungæðislega og visku öldungsins. Hefur samfélagið ekki þörf fyrir alls konar aldur, alls konar hæfileika, eiginleika og þroska? Þarf ekki sýnileikinn að endurspegla fjölbreytilega flóru mannlífsins? Eru ekki allir einstakir og skipta máli; bæði eiga og mega vera með? Höfum við ekki bara „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“? Hefðum við fyrir fáeinum áratugum haft opinberlega samkynhneigðan forsætisráðherra, svartan Bandaríkjaforseta eða sjónvarpsþáttinn „Með okkar augum“? Við skulum ekki halda að við séum „alveg komin með'etta“ , ekki frekar en við gátum fullyrt að við kynnum stærðfræðina þegar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling voru í höfn. Þurfum við ekki bæði víðsýni og fókus á vegferðinni til aukins þroska og skilnings? Ekki skaðar að leikur og gleði séu sem oftast með í farteskinu. Ég mæli með hughrifunum sem fylgja gamla stefinu; „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær. Að vita meira og meira, meira í dag en í gær“! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Enn betri Reykjavík Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Hefur hnattvæðing og upplýsingaflæði nútímans ekki aukið virðingu okkar fyrir margbreytileikanum? Barbie-dúkkan, sem kom á markaðinn á sjötta áratugnum, með sitt einsleita útlit og óraunhæfa, ofurgranna líkama, hefur löngum sætt gagnrýni sem óheilbrigð fyrirmynd ungra stúlkna. Rannsókn á hvað börnum fannst um hefðbundnu Barbie-dúkkuna í samanburði við dúkku með raunverulegra útlit leiddi í ljós viðbrögð yfirgnæfandi hliðholl þeirri síðarnefndu; „Hún er æði, hún lítur út eins og systir mín; Hún lítur frekar út eins og alvöru manneskja; Lítur út fyrir að vilja hjálpa einhverjum sem líður illa; Þessi gæti verið kennari eða framkvæmdastjóri.“ Um hina var m.a. sagt; „Þessi gæti verið módel, eða alltaf í búðum; Þessi er tískulegri og heldur að hún sé betri en aðrir“. Nú 2016 kemur Barbie í fyrsta skipti fram í fjórum mismunandi líkamsgerðum – sú hefðbundna, og svo há-, lág- og þéttvaxin. Einnig er í boði margs konar húð- og augnlitir, auk fjölbreytilegs hárlitar og hárgerðar; dökkt hörund og afró-hár í bland við vestrænt útlit. Nýja Barbie er nær því að endurspegla fjölbreytnina og fjölmenninguna. Endurspegla „Small-Medium-Large“ í flestum fataverslunum raunveruleikann? Þungir og stórir fá stundum ekki á sig föt, nema í sérverslunum. Kona sem er snillingur á skíðum fær ekki á sig nógu stóran skíðagalla. Hlökkum til þegar flestum fer að að finnast þetta óréttlát mismunun. Sennilega á það eftir að vekja álíka forundran og sú staðreynd að á síðustu öld máttu svertingjar í Bandaríkjunum ekki fara í strætó. Nýverið hefur áttræð kona vakið athygli fyrir að sækja um fyrirsætustarf. „Like“ á fyrirtækið sem réði hana! Yfirleitt er bara ungt fólk fyrirsætur. Hún sagðist hafa sent umsóknina inn í gríni, jafnframt hafi fylgt því ákveðin alvara því meiri fjölbreytni vanti í tískuheiminn. Fólk af öllum stærðum, gerðum og á öllum aldri þarf jú föt. Erum við ekki að átta okkur betur og betur á því að það eru ekki bara þeir sem uppfylla ákveðinn staðal sem mega gera sig gildandi, eða „vera með“; Útlit, stærð, lögun, kyn, kynþáttur, þjóðerni, trúarbrögð, litur, þroski, aldur o.fl. - við festumst stundum í því hefðbundna, sem við erum vön að sjá. Börnin hafa oft tærari sýn á hlutina; Í dýragarði í útlöndum sagði fólkið: „Oj, hvað hann er ljótur og asnalegur!“ um nashyrninginn. Syni mínum ungum sárnaði og fann til með Nasa; „Hann er ekkert ljótur! Hann er eins og hann á að vera og þá er hann fallegur svona!“ Hann leit jú, ekkert út eins og íslenskur hestur eða kú, en... Aukin umræða um matarsóun, leiðir í ljós að mikið af góðri vöru á markaðnum selst ekki vegna smávægilegra „útlitsgalla“. Ekki verða öll epli fallega rauð og fullkomlega kringlótt. Bananaræktendur víða erlendis, geta aðeins selt til verslana banana sem líta eins út; ákveðið sverir, langir og bognir, allt innan ákveðinna viðmiða. Því sem ekki passar er hent. „Við erum haldin útlitsdýrkun á grænmeti eins og öðru“ sagði íslenskur grænmetisbóndi. Gulrætur vaxnar eins og buxur eða krosslagðir fætur – neytendum kann að þykja þær svolítið „ófríðar“, en þær bragðast alveg jafn vel. Grænmetisbændur fagna vaxandi umræðu um matarsóun og gera meira af því að setja á markað „útlitsgallað“ grænmeti; lægra verð, niðurskorið eða unnið á einhvern hátt. Afurðir, sem alla jafna hafa lent í ruslinu. Það kemur að því að við hættum að kalla það „gallað“ og þurfum ekki lengur að „fela það með „niðurskurði“! Gæti ekki mörgum fundist fjölbreytnin skemmtileg? Á fésbókinni nýlega sá ég einmitt einhvern deila mynd af hjartalaga kartöflu og uppskar fjölda broskarla! Að dæma fyrirfram er merking orðsins „fordómar“, en þeir leysast upp með fræðslu og skilningi. Við vissum kannske ekki að ósamhverfir tómatar eða kantaðir sveppir væru til – þeir sjást ekki í búðum. „Svoleiðis viljum við ekki hafa“. Ekki frekar en við sáum einstaklinga með Downs-heilkenni fyrir fáeinum áratugum – þeir voru „á viðeigandi stofnun“. Ekki heldur samkynhneigða – þeir voru „inní skápnum.“ Í heimóttarskap einangrunarinnar óttuðumst við „árans útlendinginn“en við nánari kynni reyndist hann eins og við. Samfélagsmiðlar og nútíminn hafa fært okkur nær alls konar fólki, í margs konar aðstæðum, með ólík trúarbrögð og siði. Væntanlega skerpt á því að það er svo mikið meira sem við eigum sameiginlegt og er líkt með okkur, en það sem skilur okkur að. Minna af „við og svo hinir“, miklu frekar „við öll saman“. Það er eftirtektarvert í þessu samhengi að sl. áramót var fréttaannáll sjónvarpsins ekki aðgreindur í innlendan annál og erlendan! Hverjum hentar einsleitnin, staðlaði ramminn? Raðast það betur í kassann, einfaldara, hagkvæmara? Fyrir hvern? Eigum við að sníða fólkið að kerfinu eða laga kerfið að fjölbreytileikanum? Aukin umræða er um atvinnulífið og aldur – þörf samfélagsins fyrir bæði kraft hins ungæðislega og visku öldungsins. Hefur samfélagið ekki þörf fyrir alls konar aldur, alls konar hæfileika, eiginleika og þroska? Þarf ekki sýnileikinn að endurspegla fjölbreytilega flóru mannlífsins? Eru ekki allir einstakir og skipta máli; bæði eiga og mega vera með? Höfum við ekki bara „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“? Hefðum við fyrir fáeinum áratugum haft opinberlega samkynhneigðan forsætisráðherra, svartan Bandaríkjaforseta eða sjónvarpsþáttinn „Með okkar augum“? Við skulum ekki halda að við séum „alveg komin með'etta“ , ekki frekar en við gátum fullyrt að við kynnum stærðfræðina þegar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling voru í höfn. Þurfum við ekki bæði víðsýni og fókus á vegferðinni til aukins þroska og skilnings? Ekki skaðar að leikur og gleði séu sem oftast með í farteskinu. Ég mæli með hughrifunum sem fylgja gamla stefinu; „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær. Að vita meira og meira, meira í dag en í gær“!
Enn betri Reykjavík Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. 10. júní 2016 07:00
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun