Fótbolti

Ekki bara einn Bale sem er á fleygiferð á EM | Dóttirin bræddi mörg hjörtu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale.
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale. Vísir/Getty
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi.

Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti.

Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk.

Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París.

Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri.

„Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale.

„Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale.

„Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með.  Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×