Erlent

Duterte sór embættiseið á Filippseyjum

Rodrigo Duterte sver embættiseið sinn.
Rodrigo Duterte sver embættiseið sinn. Vísir/AFP
Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni.

Duterte var afar umdeildur borgarstjóri einnig. Þar studdi hann opinberlega dráp lögreglumanna á grunuðum glæpamönnum á dóms og laga. Glæpum virtist fækka í borginni en mannréttindasamtök áætla að rúmlega þúsund manns hafi verið teknir af lífi án dóms og laga þau tuttugu ár sem hann sat í embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×