Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2016 20:45 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira