Umboðsmaður kallar eftir skýringum frá Páli Winkel Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2016 20:45 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir formlegum skýringum frá forstjóra Fangelsismálastofnunar vegna kvörtunar Kaupþingsmanna sem eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju. Tökulið frá bandaríska leikstjóranum Michael Moore var inni í fangelsinu að mynda án vitneskju og samþykkis fanga sem þar eru í afplánun. Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson eru í afplánun í fangelsinu á Kvíabryggju vegna dóms sem þeir hlutu í Al-Thani málinu. Þremenningarnir leituðu til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir störfum Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í bréfi umboðsmanns, sem dagsett er á gamlársdag, kemur fram að kvörtunin lúti að fjórum atriðum. Í fyrsta lagi tilsvörum Páls í fjölmiðlum um beiðnir frá föngum á Kvíabryggju um að neyta áfengra drykkja með mat og að tiltekið almannatengslafyrirtæki fanganna hafi haft samband við hann vegna málsins en fram hefur komið í fréttum að einhverjir fangar á Kvíabryggju hafi óskað eftir því að neyta rauðvíns með mat. Í öðru lagi að tökulið bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore hafi fengið aðgang að Kvíabryggju til að mynda þar og ræða við aðra fanga um Magnús, Ólaf og Sigurð í andstöðu við reglugerð um fullnustu refsinga. Í þriðja lagi beinist kvörtunin að ummælum Páls í föstudagsviðtalinu í Fréttablaðinu þar sem þremenningarnir telja að Páll hafi gefið í skyn beinar og óbeinar mútur honum til handa og vísað til þeirra sem sæta fangelsisrefsingu „tengt hruninu.“ Í fjórða lagi vísa þremenningarnir í upplýsingagjöf Páls í fjölmiðlum í tengslum við reiðnámskeið á Kvíabryggju sem var fellt niður. Gísli Guðni Hall hefur gætt hagsmuna Kaupþingsmanna í þessu tiltekna máli en hann segir að hægt sé að færa rök fyrir því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi ekki fylgt lögum með framgöngu sinni í fjölmiðlum. „Það gefur augaleið að þeir sem kvörtuðu hefðu ekki gert það nema þeir teldu að svo hefði verið. Ég verð að segja að mér hefur blöskrað hvernig hann hefur talað í fjölmiðlum. Án þess að hafa þurft að gera það,“ segir Gísli. Hann segir aðalatriði málsins að umboðsmaður sjái ástæðu til að kalla eftir sérstökum skýringum frá Páli.Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.gvaÍ bréfi umboðsmanns Alþingis segir að í kvörtun komi fram að tökulið Michael Moore hafi rætt við aðra fanga um þá Ólaf, Sigurð og Magnús og kallar hann eftir skýringum á þessu. Í reglugerð um fullnustu refsinga segir m.a. í 16. gr.: „Ekki er heimilt að nafngreina eða fjalla um persónuleg málefni annarra fanga í viðtali en þess sem viðtalið er við. Ekki er heimilt að mynda aðra fanga en viðtalið er við nema með þeirra samþykki.“ Gísli segir að tökumenn Michael Moore hafi bara mætt á Kvíabryggju án þess að fangarnir hafi verið látnir vita. „Myndatökuliðið birtist þarna án þeirra vitneskju og án þeirra samþykkis. Ég fæ ekki séð hvernig það samræmist reglugerðinni sem um þetta gildir.“ Myndatökumennirnir munu hafa myndað inni í fangelsinu í sameiginlegu rými fanga og þá ræddu þeir við aðra afplánunarfanga um Kaupþingsmenn, ef marka má kvörtun þeirra til umboðsmanns, eins og áður segir. Ekki náðist í Pál Winkel vegna fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá honum fyrir 1. febrúar. Sjá má bréf umboðsmanns hér neðar í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira