Sergio Garcia var í allskonar vandræðum á þriðja hring Players-meistaramótsins í Flórída í gær.
Á fimmtu holu þurfti Garcia að sex-pútta til þess að koma boltanum ofan í holuna, en strekkings vindur var á vellinum.
Garcia er ekki eini golfarinn sem hefur lent í þessu, því í síðasta mánuði sex-púttaði Ernie Els á opna bandaríska á fyrstu holu vallarins.
Púttin sex má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni, en Jason Day leiðir mótið eftir þriðja hringinn.
Day hefur fjögurra högga forystu á Alex Cejka, Ken Duke og Hideki Matsuyama, en mótið klárast í nótt.
