Erlent

Elsti köttur heims dauður

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd af síamsketti úr safni. Myndir af Scooter má nálgast á vef breska ríkisútvarpsins.
Mynd af síamsketti úr safni. Myndir af Scooter má nálgast á vef breska ríkisútvarpsins. Vísir/Getty
Síamskötturinn Scooter, sem Heimsmetabók Guinness útnefndi nýverið sem elsta kött veraldar, er dauður, þrjátíu ára að aldri. Eigandi hans, Texasbúinn Gail Floyd, segir Scooter hafa drepist stuttu áður en Guinness staðfesti að hann hefði verið sá elsti sem vitað var um.

Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu og hefur þar eftir dýralækni að í mannsárum talið, hefði Scooter orðið um það bil 136 ára.

Floyd þakkar langlífi kattar síns því að hann hafi verið mjög duglegur að hreyfa sig og ferðast, en hann á að hafa heimsótt 45 af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna á meðan hann lifði.

Scooter er ekki elsti köttur allra tíma samkvæmt heimsmetabókinni. Merkilegt nokk var sá köttur einnig frá Texas en hann náði því að verða 38 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×